Gerður Eðvaldsdóttir
Handhafi Bjartsýnisverðlauna Feitafélagsins árið 2010 er "Heitt á prjónunum", verslun og kaffihús við Silfurtorg á Ísafirði. Verðlaunin verða afhent í dag, mánudaginn 22. nóvember 2010. Gerður Eðvarsdóttir stofnaði "Heitt á prjónunum" haustið 2009 og má segja að það hafi sýnt bæði dirfsku og dug. En Heitt á prjónunum er í raun samkomustaður þeirra er þykir gaman að handverki og eru allir velkomnir. Gríðarleg handverksvakning hefur verið á meðal kvenna í bænum og hittast þær reglulega hjá Gerði til skrafs og hannyrða. Gerður er því góð fyrirmynd hins nýja Íslands þar sem dugur og þor er lykilatriði. Feitafélagið kaus því að veita Gerði Bjartsýnisverðlaunin 2010.
Bætt í albúm: 22.11.2010
Athugasemdir
Engar athugasemdir hafa enn verið skráðar um þessa færslu.