25.1.2010 | 14:26
Sunnudagurinn 24.Janúar.
Stjórnleysið hjá hópnum er algjört eftir fjarveru mína.Það er ekki heil brú í búningavali, öll flóran af búningum flæðir um völlinn.Svo eru það einstaklingarnir.
Eini maðurinn á vellinum sem mér finnst vera frá því á góðu gömlu dögunum er Albert,og svona í móðu aðeins fjær glittir í markagæslumanninn sem verður að gæta hlutleysis veifar til mín úr fjaska.
Eggert er orðin ánetjandi að fá boltann í afturendann.
Kiddi þessi stóri og stæðilegi maður leggst orðið niður á völlinn í tíma og ótíma.
Gaui hleypur hálfpartinn á eftir mér til að tilkynna að rauðir hefðu ekki unnið leik í háa herrans tíð,það hefði bara vantað mig til þess að rauðir hefðu einhvern séns,en ég er í bláa liðinu.
Siggi er upptekinn eins og gömul spurflaska þar sem stungið er á tappann,og gosið verður meira en vökvinn.Heimtar í lokinn að vera myndaður með kosningabærum manni.
Kiddi Bolvíkingur.brýtur öll lögmál í búningavali,er með mynd af Lenín framan á sér,og lætur samt eins og hann eigi sex vinni,eftir átján ára setu á alþingi.
Dóri er alltaf að færast meira og meira til hægri og skýtur upp fyrir sig,það er að segja fyrir ofan markið.Íhaldið segir honum að hann megi ekki skjóta í prestinn.
Presturinn er með blessun,og segir að ef ég komist í gegnum tíman án þess að byrja að haltra,þá hafi ég stolið blessuninni frá honum blessuðum.
Gauti þessi nýi hleypur um eins og alt of háður hvolpur á eftir eiganda .
Rauðir ganga á lagið og sópa bláum undir parketið,og þó ég reyni að nota star wars tæknina og veifa yfir salinn og segja að það sé núll,Taka þeir það ekki í mál.Og ég reyni með hinni hendinni og Kiddi B ottar að mér Vmerkinu.
Svo er það Jói blessaður,breytist ekkert,og kann eiginlega ekki við að vinna,hrópar á Gaua að vakna en hættir því í seini hálfleik,mörkin eru orðin svo mörg,að honum dugir ekki tíu fingur til þess að telja.
Það er semsagt vond lykt af málinu og hana þarf að laga.
P.S.Hvað eru menn að gera þarna í restina stilla sér allir sem einn upp að veggnum eins og þeir séu að búast við rasskelingu þá og þegar.
Formaðurinn lifi.
Nýjustu færslur
- 9.10.2012 Aðalfundur feitafélagsins 2012.
- 18.9.2012 fyrir sjóndapra.feitir 2012 án sumra
- 18.9.2012 Haust byrjun 2012
- 8.9.2012 Nýtt tímabil 2012-2013
- 19.3.2012 Guðjónsmót haldið á Þingeyri 17 Mars 2012
- 12.2.2012 Hamhleypurnar þrjár...............
- 12.2.2012 Bjartsýnisverðlaun F.C.Feitafélagsins 2012
- 11.12.2011 Úr ljóflokknum"Vakir valdir vaskir menn"
- 31.10.2011 Það er að hjarna yfir.
Tenglar
Mínir tenglar
- FÓTBOLTI GÓÐUR..BETRI..BESTUR
- SÆLKERAMATUR NAMMI..NAMMI..NAM
- VÍNKLÚBBURINN. Hann elskaði þilför hann þórður......
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.