Þeir eiga hann,sem eiga hann.Dæmisaga úr handraðanum...

punkturinn_yfir_i.pngLangafi minn í föðurætt var fjölkunnugur þegar kom að meðhöndlun áfengra drykkja.

Þegar blandað var brennivín hér áður fyrr ,en gos og annar óáran ekki komið til sögunar, var setur fimmaur í botninn á bolanum ,helt  kaffi yfir hann þar til sást ekki lengur til hans, síðan helt brennivíni út í þar til fimmaurinn birtist aftur,þá var rétta blandan komin.

Gambri var gerður úr geri,sykri,vatni,og hagamúsum.Best var að byrja að brugga hann síðla sumars og þá í nokkrum ílátum víðs vegar um bæinn,þótt húsmóðurinni væri það þvert um geð samþykkti hún það á þeim forsendum að hér væri um að ræða músagildrur.En það var allt í lagi, því fleiri mýs sem drukknuðu í mjöðnum því betra var bragðið……

Þessi bruggun hjá afa varð til þess að bróðir hans fór með uppskriftina með sér til Vesturheims en sá hét Jón.Þessum Jóni leyst ekkert á að hefja búskap þarna fyrir vestan

Og byrjaði því að brugga og selja Indíánum fyrir utan Winnipeg og seina meir innflytjendum afurðirnar,gekk bruggið fyrst undir heitinu Jóns gangur,(Nafnið stafaði af því að vinnumenn á ökrum fengu sér alltaf einn gang af brugginu hans jóns áður en þeir hófu sláttinn)en af því svo mikið fleiri töluðu ensku en íslensku var farið að kalla drykkinn „Jonny Waker“.

Jón þessi missti síðan uppskriftina frá sér í pókerspili,og komst hún í hendurnar á skotaræfill er varð velauðugur af henni.

Langafi minn var svekktur mjög þegar hann smakkaði „jonny waker“í fyrsta sinn hjá Bandarískum hermönnum á stríðsárunum og kannaðist strax við bragðið af sínu gamla bruggi.

Settist hann niður og hóf skriftir til fyrirtækisins „Jonny Waker“Þar sem hann bjó til eftirfarandi ættartölu til að sanna að þessi uppskrift væri hans.

Melkollur Mc´róní 730-767.Var skoskur að uppruna en var rekinn í útlegð til Noregs vegna drykkjuláta.Sonur hans var Róni Mc´róní 750-790.Þegar að Melkollur lá á dánarbeði sínu eftir að hafa dottið fram af stappa í ölæði,og hélt hann gæti flogið.ákvað sonur hans Róni að brugga honum gambra föður sínum til heiðurs áður en hann færi til Vallhallar.

Í lokaundirbúningnum gekk svo mikið á að hestur hans og hann sjálfur með öllu hertíum  féll í bruggið sem var 50 álna áma.Róni komst á þurrt land en hesturinn

Kembdi hærurnar þarna í gambranum.Svo ölvaður var Róni í þessu bruggstandi að þrátt fyrir ítrekaða leit fann Róni aldrei hestinn og datt honum síst í hug að leita hans í ámunni.Leið nú tími alveg undir sólstöður og fór þá Róni að smakka bruggið.Allan þann tíma hélst faðir hans á lífi bara við tilhugsunina að geta tekið þátt í drykkjunni þegar hún hæfist.

Það er skemmst frá því að segja.Að svo gott var bragðið að heimamenn,konur og börn

Sem faðir hans voru ofurölvi í marga daga og nætur.Þegar að Róni vaknaði mörgum vikum seina var faðir hans allur,tók hann þá eftir vissum skýjum á lofti og ákvað að kalla þennan drykk „viss ský“.

Aldrei var haft samband við afa,og í hári elli fór hann til Reykjavíkur og smakkaði á Hótel Borg.Þann besta drykk sem hann hefði nokkru sinni innbyrt sá drykkur hét „Wiský“…….Svo hóstaði kallinn upp við borðið,og sagði svo ekki meira þann daginn.

Af þessu má sjá svo um verður ekki villst að mín ætt er besta bruggættin norðan Alpa og þótt víða væri farið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Feitafélagið er karlaklúbbur - hvar menn hittast og sparka tuðru einusinni í viku á ísafirði.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband