"Freðir".Dæmisaga úr handraðanum.....

                                 

 

Af því þessi umbrot eiga sér stað þarna niður á Suðurlandinu,langar mig að segja ykkur smá sögu af honum langafa mínum,sem þurfti að sinna erindi þangað.

 

3609.jpgHann langafi minn var vissulega fátækur maður í veraldlegum skilningi en ríkur í anda.Það þótti ekki hjá honum mikið tiltöku mál að hlaupa upp verstu graðfolana í sveitinni,enda þegar þeir sáu hann koma ráku þeir hausinn í grassvörðinn og froðufelldu ,það var líka það eina sem þeir gátu gert,hitt að reyna að hlaupa undan honum var fyrirfram tappaður leikur.Já,svo miklum andlegum styrk var hann langafi minn búinn að dýrin skynjuðu það úr órafjarlægð.

 

Sú saga var sögð af hesti einum austur í dölum snælduvitlausum,froðufellandi,

og á allan hátt óferjandi ,að hann,það er að segja hesturinn hefði rekið í rogastans af sjö vitnum ásjáandi snemma á mánudagsmorgni og hætt öllum illum látum ,gengið löturhægt upp að bæjarstæðinu krosslagt fætur og staðið þar hreyfingarlaus það sem eftir lifði dags.Á þeirri sömu stundu þar sem hesturinn stóð þarna með sýnar krosslögðu fætur urðu fjórir heimilismenn vitni að því þegar langafi tók sig upp heiman frá sér til að ná í kauða,en á milli þessara tveggja staða voru þrjár dagleiðir,en langafi fór þennan spotta á einum degi,reyndar hlaupandi við fót án hvíldar.

 

Sú saga var einnig sögð á milli bæja lengi vel fram eftir vetri ,að hestur nokkur undir Fljóthlið kallaður „Freðir“.Hefði gengið berseggsgang og gengið svo fram af mönnum á öllu suðurlandi með framferði sínu að þar kastaði tólfunum. Hefði skeppna þessi  haldið vöku fyrir fleirum en einum bæ með hneggi og sprettum fram og aftur svo húsakynni skulfu.Til að bæta gráu ofan á svart ráðist á einn þrjú mannýg naut með stuttu millibili,og gert þau öll rangeygð þannig að þau hættu öll að rata og hafa ekki fundist enn, og Gróa á Leiti bætt við.“Sullað,svínað,og svamlað í öllum drullupollum á Suðurlandi,fitjað upp á trýnið og drullað í hvers manns kopp.“

Ástæðan fyrir því að ekki var búið fyrir lifandis löngu  að fella skeppuna var sú að en voru lög sem bönnuðu landsmönnum að éta hrossakjöt,og hér á landi feldu menn ekkert nema hægt væri að éta það,nema ef vera skildu óvættir en á þann hóp dugði ekki hólkurinn hvort sem er.

Svo djöfulóður var þessi graðfoli að enginn munur sást þótt langafa væri sent bónarbréf  þess efnis,að koma suður til að tjónka við hestinn.

Menn voru að gera því skóna að vegarlengdin væri of mikill til þess að hest andskotinn skynjaði  einhver fjarhrif frá langafa.

Þegar svo karlinn komst  þarna niður eftir á vorjafndægri og ætlaði að gera upp sakir við þetta óarga dýr var honum sagt að skepnan væri komin fram á afdali og hefði ekki sést í byggð óralengi,hins vegar hefði gengið á með slíkum skjálftum og brennisteinshnykk að sýslumaður var alvarlega farinn að íhuga það  hvort þetta gæti verið einleikið af einum hesti en ekki af einhverju öðru.

 

Langafi bjó sig út snarlega,því alla nóttina áður gekk jörð í bylgjum og brennisteinshnikur lagði yfir sveitina.Fékk hann bæði róðurkross og vígt

vatn meðferðis í leiðangurinn.

 

á leið sinni upp á heiðina,gekk jörðin undir honum í bylgjum ,og því ofar sem dró jókst brennisteinsfnykurinn,og þegar efst á brúnina kom gekk svo mikið á

að langafi lét staðar numið og hafði það aldrei gerst áður að hann lét það eftir sér að stoppa ferð sína milli tveggja áfangastaða án þess að æja,drekka eða leita réttra átta en ekkert af þessu kom til greina undir þessu tilfelli.

En skrattakollurinn gerir oft vart við sig þegar síst skildi því út úr reyknum og skruðningnum birtist nú sú ægilegasta sjón sem langafi minn hafði séð og mun hann hafa farið hana  með sér í gröfina án þess að geta útskýrt svo vel sé hvað þarna kom á móti honum  í líki logandi hests með logandi fax,logandi hófa, logandi tagl,og bak við logandi veggur með hlið helvítis í miðjunni um það bil

 að opnast.

Það var sagt um langafa að hann hefði sjaldan set upp svip,en þarna sem hann stóð sagðist hann hafa orðið þrumulostinn,svo þrumulostinn að hann opnaði bara og lokaði munninum.

Iðan í straumnum var óskapleg og skepnan fyrir framan hana viti sínu fjær og stefndi beint á langafa eins og hann væri hið eina akkeri sem hægt var að stóla á þessa stundina.

Nú voru góð ráð dýr.Annað hvort mundi hesturinn verða að kjötkássu með nýju blóðbergi  og hann sem eftirréttur nema kraftaverk skeði.

Möguleikarnir voru þeir að hitinn mundi ekki yfirbuga hestinn og afa tækist að sveifla sér á bak honum og reyna svo að ríða út úr öllu saman.

Það er oft erfitt að útskýra augnablik þar sem hver hreyfing,tími,og umhverfi skipta frá feigum til ófeigs.

Hann rámaði í handfylli af brenndu faxi ,þef af brunnu holdi,svita og logandi fötum sem hann sleit af sér,brattar hlíðar ,hestalykt,Háfaða fjarlægast,myrkur.

Hann langafi sagði alltaf þegar hann var spurður út í þennan hæfileika sinn að geta hamið ótemjur .“Ef maður lendir í því að verða fyrir fingraförum guðs í lögun sinni á fjöllunum missir maður löngunina að verða meira en aðrir því maður er svo smár þegar alvaldið er annarsvegar.“

Í dagbók prestsins í Fljótshlíð 1823 kemur eftirfarandi fram.

„Fundinn er Finnur Finnsson bóndi í Pumpu á Rauðasandi er tók að sér að

  kveða niður óværu þá sem í líki hests sem hafði gengið bergseggsgang um prestakallið.Var hann nakinn,hárlaus um allan líkamann og illa brenndur ,en með lífi .Ekki hefur fengist nein frásögn frá umræddum manni en ekki hefur sést til hestsins síðan.“

Hraunið kom aldrei til byggða þannig að menn gengu að því vísu að langafi hafi verið heimtur út helju og fengið að kenna á andskotanum en hirt hestinn enda kominn undan hans rifjum.

 

 Ekki uxu hár á langafa í mörg ár á eftir og þegar þau komu loks voru þau öll grá. Og hann hló að þeim sem héldu að hann hefði heimsótt helvíti,hann vissi betur,og rámaði í það að hest andskotinn hafi lenti í dýi og geispað golunni þar.

Og helvíti verið Katla að gera vart við sig.

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Feitafélagið er karlaklúbbur - hvar menn hittast og sparka tuðru einusinni í viku á ísafirði.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband