Bjartsýnisverðlaun 2010

Fréttatilkynning frá F.C. Feitafélaginu á Ísafirði (FCFI):

 Gerður Eðvaldsdóttir

Handhafi Bjartsýnisverðlauna Feitafélagsins árið 2010 er "Heitt á prjónunum", verslun og kaffihús við Silfurtorg á Ísafirði. Verðlaunin verða afhent í dag, mánudaginn 22. nóvember 2010.

 

Gerður Eðvarsdóttir stofnaði "Heitt á prjónunum" haustið 2009 og má segja að það hafi sýnt bæði dirfsku og dug. En Heitt á prjónunum er í raun samkomustaður þeirra er þykir gaman að handverki og eru allir velkomnir.

Gríðarleg handverksvakning hefur verið á meðal kvenna í bænum og hittast þær reglulega hjá Gerði til skrafs og hannyrða. Gerður er því góð fyrirmynd hins nýja Íslands þar sem dugur og þor er lykilatriði.

 

Feitafélagið kaus því að veita Gerði Bjartsýnisverðlaunin 2010.

 

Fyrirmynd verðlaunanna eru hin þekktu "Bröste"-verðlaun í Danmörku.

Verðlaunin erubjartsýnisverðlaun 2010.Heit á prjónunum.Gerður Eðvaldsdóttir mynd eftir Formanninn og nefnist hún: PRJÓNALIND.

Samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs merkir orðið prjónalind, kona fljót og vervirk við að prjóna.

 

Þeir sem áður hafa hlotið Bjartsýnisverðlaun Feitafélagsins eru:

    1.  Aldrei fór ég suður - tónlistarhátíðin

    2.  Ástarvikan í Bolungarvík

    3.  Sjávarþorpið Suðureyri

    4.  Kláfur upp á Gleiðahjalla

    5.  Ramóna. (Friðrik Jóhannsson ferðaþjónn)

    6.  Heit á prjónunum. (Gerður Eðvarsdóttir)

 

Fyrir hönd Feitafélagsins.

Formaðurinn / Páll Hólm

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Feitafélagið er karlaklúbbur - hvar menn hittast og sparka tuðru einusinni í viku á ísafirði.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband