Heiðursverðlaun Mánaðarins.13.Febrúar 2011.

 

ed_mancity_h_ashx.gif

Ég var eiginlega búin að gefa frá mér að veita heiðursverðlaun Febrúar mánaðar,en svo sá ég undur og stórmerki sem gaf mér vonina aftur um að það sé yfir höfuð hægt að tjónka við svona lið.

Sá stórkostlegi atburður átti sér stað og við feitafélagsmenn  metum sem særstu framkvæmd  og hugsun sem hægt er að framkvæma í fótbolta, það er að segja „Bakfalls spyrnu“eða eins og félagið segjum „Flóðhestaspyrna“.Þetta frækilega afrek framkvæmdi besti  fótboltamaður Breta Rooney.

 ég sagði  var ég eiginlega búin að gefa heiðursverðlaunin upp á bátinn,en svo fékk ég hugljómun í fótboltanum í dag og þegar honum lauk var ég þess fullviss hver það væri sem mundi hneppa góssið.

 

 gtukq50c.jpgÞað er ótrúlegt hvað hann Magnús var laglegur á árum áður,en nú er hann aðeins fallegur og  fljótur í förum  þrátt fyrir þessar litlu lappir og þessa stóru fyllingu sem hann ber framan á sér,og það sem meira er og ekki er hægt að segja um suma ,þá  heldur hann sínum hóp saman og finnur alltaf þetta fínlega  á réttu augnabliki  sem gefur markið sem vantar svo tilfynalega til að koma okkur yfir andstæðingana,og  alltaf kemur hann öllum í gott skap þrátt fyrir það með því einu að brosa föðurlega yfir hópinn um leið og hann vagar til bakka.Ég vill ekki segja að hann komi í stað manna eins og Eika Bö,samt er það eitthvað í kringum hann sem gefur frá sér góða áru í búningsklefanum eða út  á vellinum.Ég geri mér ekki grein fyrir því hvað það er.Kannski lét ég blekkjast af því hann var í hvítum nærfatabol  þegar hann lék í dag en við sem vorum með honum í liði bláklæddir og andstæðingarnir í rauðu.Ég fullyrði þá að hann notar aldrei heilaþvottaaðferðina á okkur.

En hvað með það hann skal kosinn og fær  viðurkenninguna „ Miskunnsami  samherjinn“og hetja félagsins Það sem eftir er Febrúar og út Mars.

 

Viðurkenningin verður afhent við hátíðlega athöfn Sunnudaginn 20 febrúar .

 Þess má geta að það var annar sem hafði  verið í sigtinu en þegar hann mætti í öfugum bol á æfingu,missti ég allan áhuga,en að vera í öfugum bol á Sunnudegi bendir til að Laugadagurinn  hafi verið tileinkaður kvenfólki ótæpilega sem kemur svo fram í getu andlega sem líkamlega  á vellinum.

 

Formaðurinn lifi.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Feitafélagið er karlaklúbbur - hvar menn hittast og sparka tuðru einusinni í viku á ísafirði.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband