9.10.2012 | 20:09
Aðalfundur feitafélagsins 2012.
Aðalfundur feitafélagsins haldin í framsóknarhúsinu Pollagötu þann 5.0któber 2012,.
Mættir voru og ekki mætir.
Albert Haraldsson
Jón Ólafson
Halldór Antonsson. Verkmaður félagsins.
Guðjón Andersen. Grenslari félagsins.
Marsellíus Sveinbjörnsson. Skósveinn félagsins
Rúnar Eyjólfsson
Gautur
Kristinn Guðmundsson.
Magnús Erlingsson núverandi flóðhestabikarhafi .
Þorleifur Ágústsson.
Emil Emilsson.
Guðbjartur Ástþórsson
Páll Hólm .Formaður félagsins.
Ekki mætir.
Sigurður Pétursson. Búinn á því
Eggert Stefánsson. Þýskalandi.(Herbestrasse)
Heimir Tryggvason. Skafa gjaldeyrir fyrir þjóðina.
Albert Óskarsson. Reykjavíkurferð Bakkabræðra.
Guðmundur Gyrti. Tefla við páfan
Eftir að búið var að skála ótæpilega fyrir formanninum og hann sleppt því að setja fundastjóra,
Birtist Þorleifur í framsóknarhurðinni og var þá Marsellíus Sveinbjörnsson kosinn um leið sem fundarstjóri.
Fiskisúpan sem borin var fram hafði yfir sér kryddaðan stíll,þannig að sumir juku kjaftamóðalinn en aðrir steinþögnuðu.
Ræða formannsins var hefðbundin í alla staði og tók snökt af.
Í byrjun verðlauna afhendinga hans bað Halldór Antonsson um hljóð utan dagskrá,afhenti hann formanninum áritaðan bol og sérhannaðan stórriddarakross sem í var greypt Formaðurinn lifi
Formaðurinn hét því að bera þennan kross fyrir félagsmenn á öllum uppákomum er litu að veru feitafélagsins á opinberum vetfangi.
Formaðurinn var mjög háfleygur og fór eiginlega með bundið mál það sem eftir var fundar,sem er mjög erfitt fyrir óþroskaðar sálir,mátti engu munna að sumir félagsmenn frelsuðust á honum það er að segja fundinum ekki formanninum.
Þema verlaunanna var stigbreyting á orðinu Bestur-Bastur- og fastur.
Samkvæmt orðabók Háskólans þýðir orðið bestur,alls ekki orðið Bestur.Það getur þýt góður. Hins vegar er orðið Basturúr forníslensku og þýðir fremsturog þá í þeirri merkingu að vera fremstur í flokki manna í átökum og komast ekki aftar.Fastur telst óbreytt orð frá landnámi. Eins og tildæmis.
Hann var fastur fyrirHann fastaði.Hann var fastasti maðurinn í hópnum
Svo var ort:
Bestur.
Riddarar hringborðsins klóruðu sér á pungnum,
Bak við purpuralitaðar hempurnar með stálhanska,
Og þegar einn brá sverði í hita og þunga umræðunnar,
Flúðu hinir út af ligtinni.
Bastur.
Víkingurinn sem tók á honum stóra sínum,
tróð honum ofan í bjórinn og fyllti glas að barmi.
Þegar hann vaknaði ofan í skildi andstæðingsins,
tók hann eftir því að hann var fremstur.
Fastur.
Góður er alls ekki slæmur,
Verri er ekki slæmari,
Og vestur er síst slæmstur.
Alls og !
Hver er vondur,
Hver er verri,
Og hver er vestur.
Sko .!
Hver vill ekki vera fastastur,meðal jafningja.
Verðlaunahafar voru.
Jóhann Ólafson. Fastur.(fyrir)
Halldór Antónsson .Bastur.(víkingur)
Albert haraldsson. bestur.(ljúfmenni)
Flóðhestabakarinn 2012 hlaut. Marsellíus Sveinbjörnsson.
Með glæsilegri endurkomu inn í félagið á öllum sviðum þess.
Flóðhestaspyrnuhafi 2012.
Margt er í brókinni sem má teljast til tafar,
Þó er ekki allt kurlið þar komið til grafar,
og þannig eiga einmitt hetjur að vera,
leyna á sér en hafa samt mikið að bera,
hér fer sagan um þennan mann,
og að auki ekki í spiki dinglar hann.
Hann óð fram völlinn og í hófum dundi,
Þar var á ferðinni ekki hundurinn skundi.
Þar var hraðinn eins og út spýt skin,
Sem skilur eftir í slóð innmatinn,
Og í hamagangnum var svitinn skýr,
Að þar færi ekki maður rýr.
Heiti hans er massað fjall,
Því hann þolir ekki mikið skjal,
Leifum honum að elska brúsapallinn,
Því í hetjunni er hann framsókn kallinn.
Eftirtalin atriði voru frágengin á fundinum.
Eyþór Jóvinsson. Var titlaður bjartsýnasti maður Vestfjarða.2012.
Eyvör Pálsdóttir var sett á Holdsem verndari félagsins,þar sem hún gekk að eiga þrámd í götu,en eitt af skilyrðum fyrir verndara er að eiga ekki fleiri menn en feitafélagið.
Ábyrgðarbréf sem lá fyrir fundinum,var lagt til hliðar og varla talið svara vert.
Menn samþykktu að stofna nefnd fyrir nýja búninga félagsins,og þiggja ekki merkingar á þá frá fyrirtækjum.
Ákveðið var að reyna að fara suður núna í endaðan Október,Lámark 10 menn.
Sjóðurinn sem safnaðist í frjálsum framlögum vegna bjórs var gefinn til söfnunar kirkjunnar.
Tveir síðustu bjórarnir voru gefnir í þágu mannkærleika í von um betri tíð með blóm í haga.
Formaðurinn var endurkjörinn Rússneskt.
Fleira var ekki gert.
P.S. Þórleifur Ágústsson bauðst til að setja upp flota Face book síður fyrir félagið.
Formaðurinn lifi.
Nýjustu færslur
- 9.10.2012 Aðalfundur feitafélagsins 2012.
- 18.9.2012 fyrir sjóndapra.feitir 2012 án sumra
- 18.9.2012 Haust byrjun 2012
- 8.9.2012 Nýtt tímabil 2012-2013
- 19.3.2012 Guðjónsmót haldið á Þingeyri 17 Mars 2012
- 12.2.2012 Hamhleypurnar þrjár...............
- 12.2.2012 Bjartsýnisverðlaun F.C.Feitafélagsins 2012
- 11.12.2011 Úr ljóflokknum"Vakir valdir vaskir menn"
- 31.10.2011 Það er að hjarna yfir.
Tenglar
Mínir tenglar
- FÓTBOLTI GÓÐUR..BETRI..BESTUR
- SÆLKERAMATUR NAMMI..NAMMI..NAM
- VÍNKLÚBBURINN. Hann elskaði þilför hann þórður......
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.