Einkennistreyjur Feitafélagsins

                                       Saga einkennistreyja félagsins.

Um áramótin 1998-9fyrsti búningurinn.9 fóru að heyrast raddir um að félagið tæki upp sína eigin búninga,var þá Feitafélagið orðið vel þekkt í knattspyrnugeira bæjarlífsins,og komið á pall með gömlum grónum liðum eins og “Skógarliðinu”og “Baddó Unated”Vígsla fyrsta búningsins opinberlega þess rauða með félagsmerkinu fram á bumbunni var þegar félagið keppti við meistaraflokk kvenna í BÍ 1999.Þann leik unnum við 12-4.Til að ekki væri hægt að saka okkur um ruddaskap og þessháttar tilburði var Presturinn séra Magnús Erlingsson hafður í fremstu víglínu þannig að sigurinn var unnin fyrst og fremst af tækni og lipurð leikmanna.Má segja að þessi rauði búningur hefði þarna orðið okkar heimabúningur.  Á vordögum 2001 fór liðið í sína fyrstu keppnisferð erlendis,og þá til Hollands.Þar var okkur þá gefnir bláir búningar,(Mörgum sjálfstæðismanninum í hópnum til mikillar gleði)Í þessum búningum unnum við leikinn í þessari ferð 2-1,fótboltalið "Óeirðarlögreglu Amsterdamborgar" þannig að ákveðið var að þessi blái yrði útivallarbúningur annar búningurinnfélagsins.En voru okkur gefnir búningar og nú af “Olís”2003Þeir voru grænir,(Eina framsóknarmanninum í hópnum til mikillar gleði)Þessi búningur var til vara ef andstæðingarnir skildu vera í hinum tveim litunum.Það sem komst í umræðuna um þetta leiti var hvort við ættum að eignast eitthvað fyrir neðri hluta búningsins og hugsa okkur til hreyfings með buxur og sokka.Mín tillaga var sú að buxurnar yrðu hvítar og sokkarnir svartir.Þessi tillaga var feld og hefur ekki verið rædd síðan.Árið 2004 var ákveðið  að taka í notkun nýja búninga annan rauðan og hinn bláan,báðir voru þeir með hvítri rönd beggja megin.Staða búningsmála hefur ekki þróast frekar nú 2008.En við þyrftum að hugsa okkur til hreyfings með þau mál,ef við ætlum að þróast og halda andlitinu út á við.

Sá rauðiOlís búningurinnSá blái 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Feitafélagið er karlaklúbbur - hvar menn hittast og sparka tuðru einusinni í viku á ísafirði.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband