Sunnudagurinn 25.Janúar.2009

Átti að vera mót í dag en var frestað fram að 6 febrúar.Jón Sigurpáls byrjaði leikinn með mikilli sýningu sem endaði eins og gerist með flugelda,þeir springa fyrir rest,þó tókst hann að ná þrennu í öllum litum.Samt átti hann fallegasta markið með tilhlaupi sem er ekki hans stíll,hann með sína "kyrrstöðutaktík". Framsóknarmaðurinn Gísli Jón Kristjánsson er kominn aftur með græna fiðringinn að sunnan,kemur sterkur inn eftir að hafa unnið prófkjörið.Hann og Gummi girti sem eru verstir í því að gefa boltann til annarra ,þeir sýndu að það er hægt og skilar líka mörkum.Þeir tóku þó nokkra þýhyrninga sem skilaði þessum árangri. Tolli gerir ekki annað en að segja mönnum að þegja,þegar hann sjálfur er búinn að fá útrás.Sparka boltanum í menn eða upp í rjáfur.Svo má ekki koma við hann þá lætur hann sig detta með tilheyrandi dramatík. Siggi Pétursson talar mikið í síman áður en leikurinn byrjar,og það er greinilegt að mikið gengur á hjá flokknum hans, Samfylkingunni Gárungarnir segja að hann vilji fá þessi slit sem fyrst því hann ætli sér á þing. Eiki Bö hefur mætt á tvær síðustu æfingar og bíst við að vera með okkur það sem eftir er vetrar. Sævar og Kristján Jóakims eru búnir að vera frekar daufir enda taka þeir þátt í blakinu í tímanum á undan. Þeir eru báðir að fara á mót um næstu helgi og því er mótinu frestað um hálfan mánuð.

P.S.Stjórnarþankar. Tillaga félagsfundar 13.Janúar um nýjan verndara félagsins í stað Söndru Bullok .Sú nýja heitir Eivör Pálsdóttir og er færeysk söngkona.Hún kemur vel út í mynd,og textinn í pressunni ber henni lof.Þó ætlar formaðurinn að hugsa sig aðeins lengur um áður en ákvörðun verður tekin.Bjartsýnisverðlaunin eru tilbúin til afhendingar það stendur bara áblaðurfulltrúa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Feitafélagið er karlaklúbbur - hvar menn hittast og sparka tuðru einusinni í viku á ísafirði.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband