Reglur um jólahald feitra.

Góðir félagar.Þetta er Jólapistill formannsins.

.

Við höldum fast í okkar hefðir og étum okkur út á gaddinn og gott betur og erum stoltir af því.Hjá mér er búið að ákveða að hafa eftirfarandi rétti á aðfangadagskvöld,og takið eftir, það er ég sem ákveð réttina.,en til þess að koma á móts við konuna reyni ég að hafa aðeins smá hollustu með.Það er ekki til betra en að fara í jólabaðið með eina kippu af ísköldum bjór,þú veist ekki fyrr en þú ert kominn í gott jólaskap og farinn að syngja jólalög sem þú myndir aldrei syngja ella.Já,þá er það afengiskvöld,nei ég meina aðfangadagskvöld.Munið bara að fara snemma í ríkið,svo þið fáið ykkar tegundir.

En snúum okkur að undirbúningi jóla og jólahaldinu

Fyrst ætlar konan að bera fyrir okkur Bjórsúpu með litlum súkkulaði fótboltum út í og með þessu er drukkið Royal- bjór og út í hann er bætt eini rúsínu til þess að hann sé heilsusamlegri.,en svona okkar á milli mætti alveg sleppa henni,en hvað gerir maður ekki fyrir konuna á jólunum.Þú skrifar einn poki rúsínur,það lítur betur út svona frá sálrænu sjónarmiði fyrir konuna.Aðalrétturinn er “Mandarínu gljáð grísasteik”.með mikið af bjórhnetum og rjómalagaðri bjórsósu og það má setja út í hana nokkra góða slurka af  malt-vískýi, konan er reyndar óánægð með þetta ,en þá leifi ég henni að kaupa  grenilengjur eða hurðakrans til að hafa við hliðina á kjötfatinu,nær hleypi ég henni ekki, mér finnst fyrir mitt leiti það samt vera hið mesta bruðl.

Í eftirrétt ætlum við svo að hafa “Bjórís” að hætti hússins ,og er mjög gott að blanda saman þar mörgum tegundum af bjór og eini eggjahvítu ,og alls ekki láta konuna blekkja ykkur með því að bjóðast til að nota pilsner,”No Way”.

 

Ég er búin að banna konunni að hafa mjúka pakka undir jólatrénu,en jólatréð sjálft verður skreytt með litlum lýsandi fótboltum  og efst trónir mynd af uppáhaldsspilaranum mínum (Ceorge Best)sem sannaði regluna að það er bæði hægt að vera góður fótboltamaður og drekka sig í hell um leið.

 

Hérna eru lög um jólahald feita félags mannsins ef hann fær einhverju ráðið  ,í von um að við fáum að vera húsbóndi á okkar heimilli einhvertíma.

 

1.gr.Ruslið fer út með sjálft sig,ef konan nennir því ekki.

 

2.gr.Fótbolti yrði á hverjum degi með uppáhaldsliðinu þínu í sjónvarpinu öll jólin í gegn.

 

3.gr.Allur leiðinlegur undirbúningur fyrir jólin,yrði sleginn af í eitt skipti fyrir öll.

 

4.gr.Einu þættirnir sem yrðu leifðir í sjónvarpinu væri fótbolti,og kannski ef þú ert í góðu skapi,þættir um fótbolta frá öðru sjónhorni.

 

5.Í staðin fyrir að konan þín kallaði þig bjórvömb,yrði hún að kalla þig manninn með bjórvöðvana.

 

6.gr.Það væri ekkert mál að fá hvaða fótboltavöll sem væri að láni,þegar félaginu detti það í hug .Og konan gæfi eftir sinn sparnað í utanlandsferðinni svo þú getir nú skemmt þér ærlega.

 

7.gr.Kvenfólk yrði alltaf nakið þegar það kæmi fram í sjónvarpinu í kynningu á næsta leik.

 

8.gr.Þegar löggan mundi stoppa þig til að sekta fyrir of hraðan akstur,yrði það svona.

   Löggan.Veistu hversu hratt þú keyrðir?

   Þú.Úfs..... það eina sem ég veit að ég sullaði bjórnum mínum út um allan bíl.

   Löggan.Góður,þú færð 85% afslátt fyrir að vera í feitafélaginu og 15% fyrir að vera fullur undir stýri.

 

9.gr.Ef konan þyrfti að ná sambandi við þig,þá myndi birtast lítill mynd af henni neðst í horninu á sjónvarpsskerminum í hálfleik.

 

10.gr. Að kinka kolli og líta á úrið mundi gilda sama og að segja.”Ég elska þig”

 

Munið svo eitt kæru bræður máltækið.”Að betra er að hlaupa í spik en kekki”.

 

 

      GLEÐILEG JÓL FEITAFÉLAGIÐ.  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Feitafélagið er karlaklúbbur - hvar menn hittast og sparka tuðru einusinni í viku á ísafirði.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband