Reglur fyrir eiginkonur F.C.F.

Þessar reglur eru fyrir fyrirmyndareiginkonur áhugaknattspyrnumanna og eru sóttar í heimilisfræðibók sem ég keypti þegar ég fór í siglingu á síðutogaranum Haukanesinu til Grimsby hérna um árið.Fótboltaklúbburinn á staðnum var að safna fé fyrir besta framherja sinn í sjóð svo hann gæti farið,og styrkt liðið..Eftir að þeir féllu niður í fjórðu deild 1977 hef ég haft hljót um aðdáun mína á þessum gamla fræga knattspyrnuklúbbi,en þrátt fyrir það dáist ég að þeim styrk sem hefur þó haldið þeim þar sem þeir eru þó í dag.

 1.Hafðu kvöldmatinn tilbúinn á réttum tíma.Það veitir honum þá tilfinningu að þú hafir verið að hugsa um hann sveittan  í K.R.búningi og undir þeim kringumstæðum hvaða þarfir þú gætir veit honum.Flestir karlmenn eru svangir þegar þeir koma heim og tilbúinn matur er hluti af því að láta hann finna hversu mikilvægur hann er.Ekki er verra að þú takir nokkra texta úr félagsöngum uppáhalds liðsins hans,og jafnvel hrópa þá innan úr eldhúsinu svo hann heyri,að þú gerir hvað sem er fyrir hann.Hann sér alveg í gegnum fingur sér þótt þú sért rammfölsk.

 2.Notaðu 15 mín.til að taka þig  og skipta um föt.Fara tildæmis í uppáhalds fótboltabúninginn hans.Hann er að koma heim úr leiðinlegri og erfiðri vinnu og er þreyttur.Vertu svolítið hress og skemmtileg til að hressa hann við.Bjóddu honum í návígi með boltann á milli ykkar.

 3.þó hann eigi erfitt með að taka gagnrýni,ekki vera ósamgjörn,þótt hann eigi til að taka fallegustu plötuna í stofunni með hælkrók og hann traðki á moldinni til að fá smá grasfyllingu í vitin,og sparki blómapottinum í vegginn  sem þú málaðir í síðustu viku.Taktu til eftir hann.Farðu eina umferð um húsið á meðan hann rústar stofunni og safnaðu saman leikskrám, þrífðu klósetsetuna,eða vaskaðu upp ,  þannig að hann fái frið til að fá útrás.

Hamastu nógu mikið með að þurrka af og þrífa,þannig að þegar þú birtist aftur sveit og rjóð í fótboltabúningnum,mun honum finnast hann vera kominn á völlinn og það hefur mikið að segja fyrir hann.

 4.Snyrtu og þrífðu fótboltann hans þegar  hann er búinn að veltast um moldugt gólfið í stofunni.Það tekur  aðeins nokkrar mínútur að þrífa dökku rendurnar frá þeim ljósu.Ef þarf  skaltu nota leðurfeiti til að hann gljái betur.Það róar hann og segir honum að allt sé í lagi.

 5.Sjáðu til þess að sjónvarpið lygi vel við stofuglugganum ef hann skildi vilja kasta tækinu út um hann þegar liðið hans er að tapa.Hafðu bjórinn stinningskaldan þannig að það Styrmi á flöskuna,og vertu tilbúin þegar auglýsingarnar birtast ,þannig að það verði ekki spennufall hjá honum.Þú getur tildæmis leikið grúppíu eða klappstíru á milli atriði fyrir framan tækið, það mundi gera gæfumuninn.

 6.Og ef liðið hans tapar,máttu aldrei minnast á það við hann eða nokkurn annan mann.Sjáðu til þess á slíkum stundum að hann hafi það þægilegt.Láttu eftir honum allt sem hann vill sama hversu vitlaust það er.Vertu tilbúin með heitan eða kaldan drykk fyrir hann,Þú getur verið viss um að þín líðan séu minnimáttar í samanburði sem hann hefur þurft að þola fyrir fram sjónvarpið.

 7.Láttu hann ráða kvöldinu.Leifðu honum að leika uppáhaldsstöðuna sína það er að segja taka boltann viðstöðulausan í loftinu við fótagaflinn og þú reynir að verja hann á milli póstana á höfðagaflinum,og í guðanna bænum ekki lítillækka hann þótt í æsingnum við höfðagaflinn sé tímatakan honum í óhag,og ekki koma með innskot eins og að það þyrfti að fara að mála loftið í svefnherberginu.

 8.Markmið þitt ætti að vera að gera heimilið að stað þar sem eiginmaður þinn getur set upp draumheim sinn um heimsmeistaratitil í fótbolta, þótt hann sé bara í Feitafélaginu F.C.Ísafirði..

   p.s.Þið verið að afsaka þýðinguna sem getur verið á köplum skrykkjótt en höfundur hennar er tekur á sig skammstafanir eins og K.R.

        En í frumritinu stendur (K.R.Kinky rubber .)

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Feitafélagið er karlaklúbbur - hvar menn hittast og sparka tuðru einusinni í viku á ísafirði.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband