VÍSUKORN ......

Rauðir.

Galvaskur á fæti Gísli er,

grúturinn Sævar dregst á eftir,

Heimir á gólfið skóna heftir,

  Jói í naflaskoðun fer.

 Sama er bláum,sama er bláum.

  Þótt lítill samstaða ríki hér.

 

 Jón Sigurpáls í  tóbaksbindindi.2004

Ofar  hann kannski andar nú,

ef  lungun skildu nenna.

En löngun hann mun brenna,

en vonandi ekki of snemma,

Því kyrrstöðutaktíkin hún er trú,

sem hann verður áður að kenna.

 Siggi Péturs.Bolti og pólitík

Það er vandi að sparka sér,

vera ljúfur og gefa í friði.

Lausar reimar stundum er

að flokkum aðgangs miði

 

Meðan glóð í bolta er,

við feitir með gömul lungu.

Munu mörkin skipa sér

létt á vorri tungu.

 

kosningarnar koma senn,

boltameðferð bæta.

Vinstri,hægri skora enn,

Og reyna ekki  að þræta.

 

   Marinó Hákonarson.Hinn gömlu minni gleymast ei. 40 ára.                                         

 

Hrekkur stundum hagl af brá,

þegar hann er fallinn.

Hárin farast, orðin grá

og þráin um brúsapallinn.

 

Glóð í augum,glettni í svip,

gáski í fótum þínum.

Upp um völlinn tekur strik,

á auka krafti sínum.

 

gegnum lífið góða ferð,

með gæfuvegi sínum.

Ferð þín öll er öfundsverð,

í bóndahuga þínum .

 

 Svikin héri.

 

Á þessum tíma fer að bera á líkamlegum galla,

en þú þegir yfir því,svona fyrir okkur hina alla.

greiðan er nefnilega farin að kemba sjálfsætt hárið,

og sárið ,þessi myndar maður er að fá skalla.

     

Sú var tíðin að þú hafðir magavöðva alla,

bumban sat á sínum stað fyrir neðan nafla.

þú ert ekki lengur nautið sem gast það allt árið,

og sárið,í tíma og ótíma ert þú að falla.

 

Hver hleypur þarna net á strigaskónum.Eiríkur Böðvarsson.

                     (Lag:Hver gengur þarna eftir laugavegi,….

                              

       Hver hleypur þarna net á strigaskónum,

           með svitabletti og búkaskakk.?

          Og djarfa bumbu og ögn af yfirlæti,              

            en í gólfinu þar heyrist brak.

          Það er feitur drengur eins og lík,

           fertuggur og feita- félags frík.

       Sem hleypur þarna net á strigaskónum,

               og aðferðin er engu lík,

   það er eins og hafi vaxið vorsins blóm ,á gólfið.

   

Minningin um Vernda félagsins.Söndru Buloock

 

Ó!þú veraldarhjól er við strætóskýlin rennur,

með spegilslétt glerið í mynd þinni brennur.

Hver á sér fegurra hyldýpis björgun,

Þegar öl alda synir,á þig í ölæði görgum?

Upp reist þú í unaðstíð á “Sódómuvegi”

Eitthvað sem þráist svo á hverjum degi.

En nú í veraldarvafstri  ertu þú horfin úr speglasölum

Og ert aðeins sprungin sál sem borguð ert í 13 silfurdölum…….

 

 

 

 

 

 

Félagssöngur Feita-félagsins.

(Tvær í tungunum)

 

Við erum kátir félagsmenn,

Og okkur líður vel.já

Sólin skín í rassinum,

Á öðrum hverjum hér.

Og draumurinn í dósinni,

Er að verða betri en hinn

Og við keppum  um það á sunnudag

Þegar klukkan verður fimm.

 

Við erum rauðir og bláir,

Í augunum góðir,þótt bumban dragist gólfið við.

Getan eins og belja á svelli,það er okkar góða svið.

Hálfur dráttur er betri en ekkert,þó ekkert sé þó nóg.

Í von um það betri árangur,hver einasta kerling hló.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Feitafélagið er karlaklúbbur - hvar menn hittast og sparka tuðru einusinni í viku á ísafirði.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband