8.2.2009 | 23:39
Lýsing-Súnamót.
Þátttakendur í mótinu voru í byrjun tuttugu manns.Reglur þess voru skýrðar út.
Hver leikur tæki sjö mínútur.
Liðin sem áttu að fara inn á næst áttu að vera tilbúin þegar að leik lyki .
Brytu menn af sér dólgslega var hægt að vísa þeim af velli,og engin fengi að leysa þá af.
Bannað væri að skipta mönnum inná nema að bolti væri úr leik.
Stöðva skildi leik ef einhver meiddi sig.
Strax í byrjun mótsins kom í ljós hversu liðin voru ójöfn að stirkleika bæði í tækni,hraða,og úthaldi.Dat mótið fyrir vikið niður á það plan sem á fótboltamáli er kallað "Betra er að vera góður fótbolti en stór snjóbolti."
Um miðbik mótsins datt botninn úr því nokkur augnablikk þar sem mótstjóra var tilkynnt þær leiðinlegu upplýsingar sem voru byggðar á traustverðugum heimildum úr sturtuklefa hússins ,að þrír meðlimir rauða liðsins hefðu yfirgefið mótið.Einn vegna verkja í lifur,annar vegna ofnotkunar á Deep heat áburði á bringuhárin,og sá þriðji vegna þess að stílinn hans passaði ekki við stíl andstæðinganna.
Var ákveðið eftir mjög málefnalegar umræður að fella út þá gulu í hópnum,þannig að keppnin yrði bara skipuð þrem liðum það sem eftir væri mótsins..
Fallbyssulið mótsins var tvímælalaust græna-liðið,en það skipuðu eftirtaldir leikmenn talið frá vinstri.Svavar Þór Guðmundsson.Helgi Dan Stefánsson.Elmar Björgvin Skúlason.Guðmundur Óli Tryggvason.Gunnar Páll,og Örn E.Ingason.
Þessi hópur kom feitafélaginu gjörsamlega í opna skjöldu og unnu þeir alla sína leiki á mótinu og fengu 15 stig.Gula liðið varð númer tvö þó svo það dytti út á miðju mótinu,síðan bláir og rauðir ráku lestina.
Það sem einkenndi þennan hóp var mjög gott samspil og einnig mikill hraði sem meðlimir feitafélagsins áttu ekki roð í.
Uppgjör.
Þegar farið er yfir sviðið gagnvart leikmönnum feitafélagsins á þessu móti ,kemur eftirfarandi í ljós.
Það er náttúrlega mjög erfitt fyrir feitafélagið að sjá til sólar þegar vantar sóknarmenn eins og Gísla Jón Kristjáns eða Sævar Óskarsson eða varnajaxlinn Eggert Stefánsson.
Að mínu mati er það alveg skiljanlegt að Tolli skuli falla á limrunni þar sem allar undirstöður leiksins lágu á honum þann tíma sem hann var inná.Gummi Gyrti hinn sóknarmaðurinn sem lét sjá sig á þessu móti gekk ekki heil til skógar,og veit ég ekki hvar hann hefði lent hefði ég ekki lumað á Deep heat kremi handa honum.Gummi er hins vegar þegar allt er í lagi mikill pressuvarnarmaður þótt sóknin sé hans aðalfag. Kostir Tolla eru hins vegar ótvíræðir.Hann er dugnaðarforkur sem berst eins og ljón í búri um alla bolta.Ókostir feitafélags hópsins upp til hópa var að menn höfðu ekkert úthald þegar á hólminn var komið,er það stór þröskuldur sem þarf að yfirstíga.
Þetta mót er fyrst og fremst til að læra af því.Og ég sem formaður félagsins segi það hér og nú að þátttaka í mótum sé ekkert lokið,við verðum bara að taka til hjá okkur,og koma svo aftur til að sjá og sigra.
P.s.Það er ekki nóg að fella markið um koll ,þegar búið er að skora.
Formaðurinn lifi.
Nýjustu færslur
- 9.10.2012 Aðalfundur feitafélagsins 2012.
- 18.9.2012 fyrir sjóndapra.feitir 2012 án sumra
- 18.9.2012 Haust byrjun 2012
- 8.9.2012 Nýtt tímabil 2012-2013
- 19.3.2012 Guðjónsmót haldið á Þingeyri 17 Mars 2012
- 12.2.2012 Hamhleypurnar þrjár...............
- 12.2.2012 Bjartsýnisverðlaun F.C.Feitafélagsins 2012
- 11.12.2011 Úr ljóflokknum"Vakir valdir vaskir menn"
- 31.10.2011 Það er að hjarna yfir.
Tenglar
Mínir tenglar
- FÓTBOLTI GÓÐUR..BETRI..BESTUR
- SÆLKERAMATUR NAMMI..NAMMI..NAM
- VÍNKLÚBBURINN. Hann elskaði þilför hann þórður......
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Íþróttir
- Haukar - Valur, staðan er 75:50
- Tvítugur strákur kom City á bragðið (myndskeið)
- Óvænt dramatík hjá botnliðinu
- Þetta er eðli íþróttarinnar
- Svo kom bara ekkert meira
- Datt fyrir okkur í seinni hálfleiknum
- Hættir líklega að spila hefur áhuga á þjálfun
- Örugglega einn gosa
- Njarðvík vann fyrsta grannaslaginn
- Á mörkum þess að fara að grenja
Athugasemdir
Sæll Palli...!
Ég heiti Elmar en ekki Elvar...!!
Elmar Björgvin Skúlason (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 09:22
Sælir, já nöfnin hafa eitthvað flækst fyrir formanninum en réttnefnt grænt lið er skipað eftirtöldum frá vinstri á mynd : Svavar Þór, Helgi Dan, Elmar Björgvin, Guðm. Óli Tryggvason, Gunnar Páll og Örn E. Ingason.
Takk fyrir skemmtilega leiki, vonandi tökum við annað svona mót seinna og skiptum kannski í aðeins jafnari lið þá.
kv
Óli
Óli Tryggvason (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 10:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.