12.2.2009 | 20:43
Þrír boltar...Þá var öldin önnur.
Sagan segir að útifótboltaleikir feitafélagsins í gegnum tíðina hafi verið stundum á köflum ansi skrautlegir.Þannig var háttað með útivöll félagsins fyrir neðan Þórisstaði í Önundarfirði,að sjávarmegin við völlinn var stærðarinnar æða-og kríuvarp .Í byrjun maí þegar fótboltavertíð okkar hófst var varpið ný búið að eiga sér stað og kríuvargurinn mjög áreitinn við allt óviðkomandi.
Það voru þessi langskot úr eigin teig sem Bubbi kóngur átti til með að taka, og fóru stundum ótrúlega langt út úr öllu korti og þar á meðal stundum langt inn á yfirráðasvæði æðakolunar og kríunnar,og þá voru góð ráð dýr.Og svo var það þennan sólríka dag í maí þegar einn slíkur kom frá honum og fór beinustu leið inn á þetta óvinveita svæði,og upp hófst þá mikið kríuger.
Rúnar Eyjólfs sem var sá minnsti í hópnum,aðeins minni en Palli Guðjóns sem hafði verið notaður fyrst sem sóknarmaður boltans en tókst að komast undan því eftir eitt sumar með því að plata Rúnar."Ef ég sæki boltann í eitt sumar sækir þú hann næstu tuttugu"Og Rúnar samþykkti það í stundabrjálæði vetfangsins. því stóð hann núna á landmærum "Lífs og dauða"Eins og Einar Garðar kallaði það.
Það var með miklum trega þegar Rúnar fór inn á varpsvæðið ,en atgangur kríunnar var þar með hinu versta móti í þetta skipti,og mátti hann greyið hafa sig allan við að verjast árásum hennar,og þurfti á köflum að leggjast flatur þegar mesti atgangurinn gekk yfir.ásýndar stóð svo hópurinn og hraus hugur við sjónina.Þrír höfðu fengið smá smjörþef af goggum, en Svenni hafði hingað til farið verst út úr þessu,hafði fengið gat á hausinn þannig að blóðið hafði lagt niður allt andlitið og presturinn var sá eini sem fór úr að ofan til að nota treyjuna til að stoppa blóðið.
Boltinn hafði leitað óvenjulangt í þetta skipti,enda viðurkenndi Bubbi strax að þetta spark hefði eiginlega verið utanfótar út til vinstri ,en átti að vera til hægri.Gáfulegt það rumdi Einar Garðar út úr sér.
Ég get svarið það við allt það sem heilagt er að allt í einu hverfur Rúnar eins og jörðin hefði gleypt hann,Var mönnum mjög brugðið við þá sjón og hópuðust allir í einu inn á svæði fuglsins til bjargar honum,upphófst þá eitt allsherjar vígvallar ástand og kríurnar urðu eins og óðar væru .
Bubbi missti stjórn á sér strax í byrjun innrásarinnar reif upp prik með gulri veifu þar sem þessi tvö lönd mættust,veifaði hann frá sér með henni í allar áttir og náði að berja niður einar tvær svo vitað var,og blóðsletur ötuðust bæði utan á föt og andlit.Einar Garðar æddi fram án þess að horfa niður fyrir lappirnar á sér og féll kylliflatur ofan á koluhreiður,og þegar hann stóð upp var framparturinn á honum eins og súralist málverk.Ég datt um steinn aftur fyrir mig þegar einar þrjár renndu sér að mér með sína beitu gogga,og lenti með hnakkann á steini. Þegar ég er að snúa mér við sé ég hvar ein rennir sér undir klofið á Svenna að aftanverðu og lenti á bakinu á Gísla Jóni og lét gogginn vaða þar inn.Gísli fórnaði höndum og lét sig síðan falla fram fyrir sig en þar beið hans stór drullupollur sem umlykti hann af litlum kærleika.Kæruleysisgöngulag Jón Siurpálssonar sem taldi sig hafa reynslu gekk ekki upp,ef eitthvað var átti hann fótum sínum fjör að launa með því að byrja að hlaupa.Og séra Magnús blessaði nýi presturinn okkar,gekk inn á svæið með greipar spenntar,en ansi voru sporrin orðin kloflöng áður en yfir lauk.þegar að baráttan stóð í algleymingi mátti sjá Páll Guðjónsson þar sem hann var kominn úr að ofan með Arsenaltreyjuna sína veifandi fyrir ofan sig.
Það var sagt í byrjun frásagnarinnar að við hefðu hópast allir inn á þennan vígvöll, en það var ekki alveg rétt.Einn af okkur stóð við þar sem fótboltavöllurinn endaði og varpið byrjaði ,það var Samúel .Skórnir!Maður.Ekki skíta út skóna.
Átökin stoppuðu skyndilega því inn í þau hljóp hár hvellur af byssuskoti yfir svæðið.Fuglarnir flugu í allar áttir en við sem stóðum fleygðum okkur flatir niður á jörðina.Slík höfðu læti orðið að Bjössi á Þórisstöðum eigandi vallarins hafði orðið var við þau og kom heiman frá sér vopnaður,bjóst við Minkum en ekki okkur í ham, en til Bjössa eru rúmir tveir kílómetrar.Á meðan við skriðum til baka margir hverjir ansi illa útleikandi sást til Rúnars Eyjólfssonar þar sem hann var staðinn upp og burstaði af hnjánum sandinn og snéri sér við með boltann.
Skýringin var sú á falli hans þegar hann sótti boltann að gömul gaddavírsflækja hefði farið fyrir fótinn á honum með þessum afleiðingum, það hefði tekið hann þó nokkurn tíma að losa sig til að geta staðið upp aftur.Einar Garðar hváði.Ég hélt að þú hefðir lent í kviksyndi og værir núna hjá djöflinum.
Bjössi á Þóristöðum seti okkur umsvifalaust í straf allan maí og júnímánuð og þegar við komum svo í júlí höfðum við hugsað málið vel og tekið ákvörðun .Að alltaf skildu vera þrír boltar til í eigu félagsins sem notaðir yrðu í Maí og Júní ár hvert,ef svo óheppilega vildi til.....
Svo mikið lagðist þessi hefð á menn að ef það gleymdist einn bolti ,jafnvel í Júlí eða ágúst af þrem fór allt í háfaloft.
Meira að segja mörgum árum seina þegar liðið var byrjað að spila á lokuðum gervigrasvelli vildu menn alltaf að félagið ætti þrjá bolta.
Í dag eigum við reyndar tvo bolta og höfðum gert það í þó nokkurn tíma,og það er áberandi á stundum þótt engin rífist yfir því að menn rífa út fullt af lánsboltum í upphituninni og einn og einn gamall félagi spyr út í loftið.Hvar þriðji boltinn skildi nú vera? Já ,langtímaminnið er oft skrýtið ......Nýjustu færslur
- 9.10.2012 Aðalfundur feitafélagsins 2012.
- 18.9.2012 fyrir sjóndapra.feitir 2012 án sumra
- 18.9.2012 Haust byrjun 2012
- 8.9.2012 Nýtt tímabil 2012-2013
- 19.3.2012 Guðjónsmót haldið á Þingeyri 17 Mars 2012
- 12.2.2012 Hamhleypurnar þrjár...............
- 12.2.2012 Bjartsýnisverðlaun F.C.Feitafélagsins 2012
- 11.12.2011 Úr ljóflokknum"Vakir valdir vaskir menn"
- 31.10.2011 Það er að hjarna yfir.
Tenglar
Mínir tenglar
- FÓTBOLTI GÓÐUR..BETRI..BESTUR
- SÆLKERAMATUR NAMMI..NAMMI..NAM
- VÍNKLÚBBURINN. Hann elskaði þilför hann þórður......
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.