Hjúkrun á fótboltavellinum.

 0293.jpg

Það þótti góður siður hér á landi áður fyrr að maka mold og drullu á fótameiðsli manna er stunduðu fótbolta.

Einnig heyrði ég þá sögu.Að eitt sinn upp úr þriðja áratugg síðust aldar hafi þjálfari nokkur hengt þá menn upp á fótunum sem kenndu til í þeim eftir leiki.Limlestingar eða Tæklum eins og það heitir í dag voru munn alvarlegri í þá daga því drullusvaðið sem menn spiluðu í og kallaður var sandvöllur var kjörin rennibraut og jós yfir þann sem fyrir varð en undir skónum voru sannkallaðir mannbroddar, og voru þess dæmi að menn blinduðust jafnvel,ekki af broddunum heldur sandinum.

 Það sagði við mig einn gamall Harðarmaður ,að þótt menn tækju á hvorum öðrum „skæri“eins og það var kallað var ekki einu sinni dæmt á það.Hins vegar ef menn fóru að setja  út á dómarann enduðu oft leikir í allsherjar slagsmálum og fékk dómarinn þá oftast verstu útreiðina,voru dæmi um að þeim væri fleygt í sjóinn.Já fótboltinn var á þeim tíma sko engin blóm í haga eins og hann er í dag,Þegar menn eru settir í leikbann  ef þeir svo mikið sem skyrpa á skóna hjá andstæðingnum.

Þegar rætt er um meiðsli eins og tognanir,liðbönd,hælsæri,leti,áhugaleysi,þynnku.ofsa,stjórnleysi,eða yfirlið,já ég sagði yfirlið,samanber þegar við fengum tvær ungar konur úr meistaraflokknum til að vera með okkur í liði,því okkur vantaði mannskap,þá leið næstum yfir menn þegar þeir lentu í návígi við sveit stinn brjóst eða læri sem óvart komu við þá í hita og þunga leiksins,eða menn gerðust ansi grófir hverjir við aðra í návist þeirra,sem reyndar flokkast undir stjórnleysi vissrar ósjálfráðrar villimennsku fortíðar þar sem svitalykt og ruddaskapur fór saman við fjölgun mannkyns. Ofsi höfðar hins vegar til allt annars líkamshluta það er að segja heilans,sem getur í framhaldi af sér framkvæmt skaða af því hann gleymdi að hugsa áður en hann framkvæmdi.Ó, þurfti ég endilega að sparka þarna í stað boltans?Æ,það er gott að það er Sunnudagur.Það gerir það engin á Sunnudögum....

 oths_g_argentina_seigi_eg_798984.jpg

 Hafið það hugfast kæru drengir eins og heimspekingurinn Eyki Bö sagði:  Engin verður óbarinn feita félags maður,nema drekka rjóma með sóma.

Formaðurinn lifi. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Feitafélagið er karlaklúbbur - hvar menn hittast og sparka tuðru einusinni í viku á ísafirði.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband