Mannlýsing... 21.öldin...

hippo-gape.jpg

 Ég ætla að taka öðru hverju fyrir þessu bloggi mínu lýsingu á núverandi  leikmönnum feitafélagsins,og  láta lesendum um að giska á hver sé þar á ferðinni.

Honum er svo lýst .

 Odd -hákollóttur ,skolhærður ,óvíst um litun, með djúplaugar augu,svolítið lástemmd ,en stálbláu ívafi.  Beinskeytt þjóðernisnef ,matarlegar varir er totta loftið í græðgi,glottið fyllir tanngarðinn. Drjúgandalegur í fasi ,þó fjörkippir séu á álags stundum, svíralegur háls ,borubrattar  axlir niður að móðurlegum brjóstkasa,sjömánaða framstæður magi sem misjafnlega er stefndur í leikjum,  svolítið pressaður afturendi , hleypur til á ferð ,losaralegt að framan,vottar fyrir  hjólbeinnótleika sem háir sokkar fela,beinskrefóttur með tímabundum  fallvaltleika í hita og þunga jafnvægisins.

 Innræti.

 Móðursýkisköst upp eru á  þurru,misdægurlegur,jarðar við  óyndi,hótfyndni,fríðindi,naumyndi,harðyndi,og alls kyns yndi sem væri of langt mál að telja upp hérna.Þó má segja að það bólar á köflum á ofurlitlu ofsóknarbrjálæði ,mikilmennskubrjálæði,og  sjálfsdýpkun. Hvort hægt sé að rekja það til þess að hann dreymir Carlsberg  en drekkur vatn,skal ósagt látið.Dregur allt of mikið loft á æfingum okkur hinum til sárar raunar.

 Samlíking.

 Ef hægt er að fá samanburð í knattspyrnuhæfileikum hans ,vefst mér næstum því tunga um tönn,en dett í hug eftir að tungan er búin að jafna sig ,knattspyrnumaðurinn „Lúðvík Svavarsson“frá Húnverska félaginu „Gulverjar“.Lubbi  eins og hann var kallaður var mjög efnislega sterkur þegar litið var á að hann rakti ættir sínar til frumbyggja landsins.frár var hann á fæti  með þó nokkuð mörgum undantekningum ,buslusamur í vörn andstæðingana,eins og skrattinn í heiðskýrum loga þegar síst skyldi og áttu þá margir fótum sínum fjör að launa.Hann var seldur til Grænlands,nei fyrirgefið,Hann var sendur til Grænlands  á vegum átthagafélagsins í von um að einhver þar vildi læra knattspyrnu Ekki hefur spurst til hans síðan og engin spurt fyrir um hann í hreppnum.

 Kostir.

 Sérdeilis  félagslyndur í tölvunni.Segir þvert á sýna meiningu til að öðrum dýrum líði vel.Hefur liðið vel alla sína kattartíð og kattartíð.Drekkur ekki og getur því keyrt okkur fyllibytturnar heim .Mundi frekar ganga eld og brennisteinn en að viðurkenna misstök sín.Er allt of mikill heimsborgari til að við kúkalubbarnir getum fullnægt þörfum hans.Sparkar bolta oftar utanfótar en innan sem gerir skotin hans stórhættuleg þegar þau stefna á markið.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Feitafélagið er karlaklúbbur - hvar menn hittast og sparka tuðru einusinni í viku á ísafirði.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband