Snillingar.....

 pele_806838.jpgpost-2778-1132924736_806836.jpg

  eusebio.jpg                                            Bestu menn knattspyrnusögunar að mínu mati voru þeir Pele,Corges Best,og Eusébio.Þetta eru þau átrúnaðargoð sem voru fæddir snillingar og aðrir máttu læra af.Eusébio sem lék á sínum tíma hjá Benfica á móti Val í “Evrópukeppninni”á sjöunda áratuggnum og ég varð þess aðnjótandi að ver viðstaddur þennan leik og blés hann í mitt unga hjarta áhuga á þessari fögru íþrótt og hvarf ekki fyrr en við töppuðum 14-2 fyrir Dönum.Hans aðferð var að láta boltann helst aldrei snerta völlinn enda hefur maður aldrei fyrr eða síðar klappað eins mikið á einum fótboltaleik og séð slík tilþrif.C.B.Var eins og Ásgeir Sigurvinsson.Skaut og skaut í tíma og ótíma alstaðar af vellinum og í flestum tilvikum fór hann í möskvanna.Það var alltaf gaman að hlusta á Bjarna Fel í ríkissjónvarpinu þegar hann var að lýsa leikjum í ensku knattspyrnunni.“Þarna er besti maðurinn á vellinum ,hann Georg.“ C.B.Var hins vegar fyllibytta sem tekið var eftir utan vallar og þar sparkaði hann líka í allt og alla.

Sögukorn.Ísland tók þátt í Evrópukeppni landsliða 1974.Leikurinn á móti Austur-þjóðverjum var mér mjög eftirminnilegur –Það var ógleymanlegt þegar Matti skoraði fyrsta mark Íslendinga, slíkan fögnuð á pöllum hef ég aldrei upplifað fyrr né síðar,ég sem var á þessum tíma mjög grófgerður karlpersóna,tók litla kók í einum sopa og pylsuna sem set var saman með sinnepi og hráum lauk í tveim bitum,reyndar var þetta sá matur sem ég innbyrti dags daglega,enda ekki nema 67 kíló þarna og gekk í Hekluúlpu með hár niður á herðar og fór helst ekki í bað nema einu sinni í mánuði.En þarna stóð ég upp og faðmaði fimmtugan kall við hliðina á mér þannig að old spise lyktin af honum loddi við mig það sem eftir var dagsins.Þessi leikur fór 1-1.Og máttum við vera stoltir af strákunum okkar þá.

Árið eftir sigurðum við svo Þjóðverja  2-1.Þá var landinn orðin veraldavanari og gleðilætin kannski ekki eins mikill,menn bjuggust jafnvel við þessum útslitum miðað við umræðuna út í samfélaginu.Allavega fór ég og keypti mér kók og pylsu í hléinu en það hafði en hafði ekki til þess taugar árið áður.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Feitafélagið er karlaklúbbur - hvar menn hittast og sparka tuðru einusinni í viku á ísafirði.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband