20.3.2009 | 12:29
Þeir sjá illa sem sjá illa..Þá var öldin önnur.
Maður er nefndur Jón .Jón þessi var kallaður JónRisi.Mikill öðlingur og hvers manns hugljúfi.Hann bar um þessar mundir flennistór gleraugu ,og ef hann tók þau af sér sá hann ekki baun í balla.Þurfti hann því að bera þau í öllum leikjum og af því að hann þurfti þess slapp hann alltaf við að vera í markinu,þetta þótti vera frekar ósamgjarnt en slapp af því mesta frekjan í hópnum Auðun Guðmunds bar líka gleraugu og það svo sterk að þegar hann leit á mann í gegnum þau horfði hann samt alltaf til hliðar.Var það sem sagt eitt af reglum félagsins að gleraugnaglámar sluppu alltaf við að vera í marki.
Eitt sinn voru þeir báðir Jón risiog Auðun í sama liðinu,ásamt Einari Garðari og fleirrum.Það þótti gengið ansi langt þegar góður spilari eins og Einar Garðar þurfti að vera í marki en það þurfti hann að gera í þessum leik og brást hann illur við það hlutskipti.
Þegar æfingunni lauk fóru menn í sturtu eins og vera ber.Auðun seti alltaf handklæðið á sama stað með gleraugunum vöfðum inn í ,eins gerði Jón það líka,saman tekin ráð gleraugnaglámanna.
Einar sem var með afbrygðum stríðinn og hafði þótt það súrt í broti að hafa þurft að sinna markinu,hafði handklæðaskipti á milli hólfa hjá Auðuns og Jóns.
Ekki tóku þeir eftir neinu,þurrkuðu sér á hvors annars handklæðum .Mikill móða var inni og settist hún á gler gleraugnanna þannig að hvorugur tók eftir neinu þótt þau væru set upp.Jón var eitthvað að brasa við hárið eins og það væri fyrir spöngunum ,og Auðun tók gleraugun niður aftur og pússaði glerið og setti þau síðan aftur upp.Engin sagði neitt og neyddu sjálfa sig og hvorn annan til að hemja hláturinn.Gleraugun á Auðunni voru allt of stór en hjá Jóni pössuðu spangirnar vart við eyrun.En ekki datt þeim í hug neinn hrekkur.
Þegar út á bílastæði kom gekk Einar að Auðuni og gerði sig stóran og leit niður hann og sagðiSvei mér ef þú hefur ekki minkað á æfingunni Og svo beindi hann orðum sínum að Jóni.Og þú stækkað
Og enn fötuðu þeir ekkert og svo leikurinn hélt áfram.Auðun var með mér í bíll inn á Ísafjörð,og á leiðinni horfði hann mikið út um gluggann og var hugsi og við Seljadalinn gat hann ekki lengur orðabundist og sagði stundarhátt.Svei mér þá ég held ég sé farinn að sjá beturOg þá sprakk hópurinn í bílnum.
Af Jóni er það að segja að hann varð svo móðgaður að hann lét ekki sjá sig lengi vel á eftir á æfingum.Ég held að þeir hafi haft gleraugnaskipti í skammdeginu bakk við gömlu slökkvistöðina í Hnífsdal 0g óð Jón yfir ána til að sjást ekki af götunni.,eða svo segir sagan .
Nýjustu færslur
- 9.10.2012 Aðalfundur feitafélagsins 2012.
- 18.9.2012 fyrir sjóndapra.feitir 2012 án sumra
- 18.9.2012 Haust byrjun 2012
- 8.9.2012 Nýtt tímabil 2012-2013
- 19.3.2012 Guðjónsmót haldið á Þingeyri 17 Mars 2012
- 12.2.2012 Hamhleypurnar þrjár...............
- 12.2.2012 Bjartsýnisverðlaun F.C.Feitafélagsins 2012
- 11.12.2011 Úr ljóflokknum"Vakir valdir vaskir menn"
- 31.10.2011 Það er að hjarna yfir.
Tenglar
Mínir tenglar
- FÓTBOLTI GÓÐUR..BETRI..BESTUR
- SÆLKERAMATUR NAMMI..NAMMI..NAM
- VÍNKLÚBBURINN. Hann elskaði þilför hann þórður......
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.