Dæmisaga úr handraðanum..Kreppa...

Hann afi í föðurætt  var  haldinn slíkri slembilukku,að undrum sæti.Já,það var heppileg tilviljun þegar skútan „Snarfari“fór út á sjó án afa,því það spurðist aldrei til ferðar hennar eftir það.Hálfsystir ömmu konu afa hafði þann hæfileika sem ekki var gefinn hverjum alþýðumanni og það var að spá í sérstakar blúndugardínur sem hún átti uppskriftina af og engin annar.

Þessar gardínur urðu  helst að vera í glugga sem snéri út að sjó og ekki var vera ef það heyrðist í  briminu og brennivínsflaska var látin standa í gluggakistunni eða eina krónu seðill .Hún var reyndar lengi að koma sér af stað,pírði augun,stappaði niður fótunum,ruggaði sér í lendunum og snéri sér í hring, en því meira sem var set út í gluggann óx henni ássmegin .Þegar gluggakistan var full,kom  sú dimmasta bassarödd upp úr hennar barkakýli  að hraustustu menn fældust undan ,og spáði þessi rödd oftast gull og grænum skógum til handa viðstöddum,sem og heilsu frá þeim sem komnir væru á ströndina hinum megin .Ef ekkert hafði bæst við til hliðar við gluggakistuna  þrátt fyrir fagurgalann,hætti hún snökt ,sópaði  hlutum sem höfðu verið settir í kistuna ofan í svuntuna sína og lét sig hverfa.

Sá kvittur barst á meðal manna að Afi hafi fengið viðvörun að handan í gegnum systur ömmu.Afi  sárt við lagði að eina ástæðan fyrir því að hann missti af „Snarfara „væri sú að hann hefði skroppið yfir heiði,lent í þoku,rekist á „marbendill“og þurft að kljást við hann fram á myrkur,þá hefði ekki tekið betra við en svo að hann varð að drekka sig dauðadrukkinn til að halda sönsum.Gárungarnir sögðu að sá eini sem græddi á sokknum skipum og drukknuðum sjómönnum ,og vessældómi  mannfólksins væri hálfsystir ömmu og afi.Það sem vera var, að um borð í  „Snarfara“hafði verið sonur Kaupmannsins  ráðinn í hvelli  í stað afa ,en kaupmaðurinn  var jafnframt eigandi skútunnar.

 Afi átti því  oft fótum sínum fjör að launa,þegar að æstar ekkjur undir áhrifum brennivíns sem var gefið frítt hjá Kaupmanninum eltu hann um þorpið með svifyrðingum og grjótkasti.Slík forherðing fór í gang að hestur sem bróðir afa átti,og skilinn var eftir fyrir utan húsið hans,var tekinn ,rakaður stíft aftan hægra,slegið framúr vinstra,eða á mannamáli burstakliftur hægramegin en krúnurakaður vinstramegin .Afi vissi sem var að hálfsystir ömmu væri prýðisgóður leikari af guð náð,og gæti blekkt andskotann ef því væri að skipta. Hótaði hann nú kerlingunni að hann kæmi upp um hana segði hún ekki að samskipti hefðu engin verið á milli þeirra í spádómum nokkurn tíma.Og  hálf systir ömmu  vældi í hverju einasta koti  um sakleysi afa.Samt kom fyrir auðvita óvart að hann var tekinn fyrir horn.

(En að vera tekinn fyrir horn var þegar tvær manneskjur rákust saman við horn húsa ,því í þá daga var ekkert skipulag á gatnakerfi og menn fóru bara sínar eigin leiðir.)

Það var ekki fyrr en hálf systir ömmu hafði látið kaupmanninn fá uppskriftina af blúndugardínunum sem hún hafði bróderað sérstaklega sem spádómsgardínur, fyrir hundrað krónur og hann farinn að framleiða og græða á þeim ,að Sonar og skipstapinn gleymdist.Og afi gat aftur gengið nokkuð öruggur um götur bæjarins,án þess að eiga það á hættu að fá á sig úr koppnum frá einhverju húsinu eða tekinn á horninu.

Og bæjarbúar fengu vinnu við það að hekla vestfirskar blúndugardínur fyrir kaupmanninn sem borgaði krónu fyrir hverja saumaða en seldi sjálfur aftur á fimmkrónur,og græddi á tá og fingri því fiskisagan barst á milli þorpa um land allt um þessa miklu spádómsgáfu sem fólst í þeim.

Og aðferðin var þessi,og birt í auglýsingu í landpóstinum.

„aldrei skal fara rangsælis alltaf réttsælis  meðfram brúnum gardínanna , betra er ef stórar feitar konur í blúndukjólum  handléku vöruna undir fullu tungli og geta þær þá sagt með vissu hvar bestu miðin væru og hver í þorpinu væri orðin óléttur án þess að vita það. Svo eru þessi undur og stórmerki slíkum töfrum gæddar  að þær gefa jafnvel betra loft í gegnum sig í hýbýlum fólks.“Hver gat staðist slíka auglýsingu?Kaupmaðurinn í græðgi sinni reyndi að láta vélsauma þær en þær gáfu alls ekki eins góðan tón,jafnvel hætti að fiskast í þeim þorpum þar sem einhver hafði vogað sér að kaupa slíkt verksmiðjudrasl.

Í veislu sem Kaupmaðurinn hélt fyrir „Höndlara“ sem staddur var á staðnum í leit að saltfirski og gærum til útflutnings sá strax fyrir sér  sölumöguleika á þessari vöru eftir að hafa hlít á nokkrar góðar sögur af afrekum þeirra.Höndlarinn  tók með sér slatta til Kaupmannahafnar,og seldist varan upp á skömmum tíma eftir að hann auglýsti vöruna í dagblaði staðarins undir yfirskriftinni.“Þú þarft ekki að komast undir regnbogann til þess að verða auðugur“Með næsta skipi barst svo kaupmanninum bréf þess efnis að „höndlarinn“vildi fá heilan skipsfarm af gardínum eins fljót og hægt væri.Kaupmaðurinn fór nú þorp úr þorpi og fékk fólk til að taka að sér að hekla,og hækkaði hann laun þess upp í fimmkrónur  og ætlaði svo sjálfur að selja kaupanda sínum stykkið á 20.krónur.

Hið litla hagkerfi landsins átti í erfiðleikum með að fjármagna þessa nýju afurð,því fór kaupmaðurinn að gefa út „úttektarbréf“og borga í slíku fyrir þessa vinnu.Með slíkum bréfum gat fólk tekið út úr vissum búðum sem hann samdi við,og þannig myndaðist tvöfalt hagkerfi í landinu.

Bátum fækkaði sem fóru á sjó,því það var miklu meiri gróði af því að sitja heima og búa til blúndugardínur og fá fyrir það úttektarbréf,en að standa í volki út á sjó og fá skít á priki fyrir aflann.

Svo kom reiðarslagið.Það barst út að hálf systir ömmu hefði undir mikilli áfengisdrykkju  í  samkvæmi  á Möðruvallargötu 10.Reykjavík.Hrópað í örvinglan yfir helstu góðborgara bæjarins.“Að þetta væri allt saman helvítis lygi frá upphafi til enda“.Reyndar var hún í tilfinningarugli á þessum tíma.Apótekarinn í bænum hafði gefið henni undir fótinn og vildi svo ekkert með hana að hafa þegar upp var staðið.

Afi frétti seina,að hún hefði verið að öskra á Apótekarann ,þegar hann hélt því fram að hún hefði verið í tíum með Hafnarverðinum.Allir héldu að hún hefði verið að tala um „spádómsgardínurnar“.

Og það var ekki sökum að spyrja .Á aðeins tveimur mánuðum hrundi  „Spádómsgardínuveldið“ Úttektarbréfin urðu bara bréfsneplar til að skeina sér á.Kaupmaðurinn flúði  af landi brot og fréttist af honum seina meir sem uppþvottamanni  á Manhattan.

Blúndugardínurnar  lentu flestar á haugunum  aðeins  fáeinir framsóknarbændur héldu þeim fyrir gluggum sínum enda  tóku þeir ekki þátt í þessum heildarleik.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Feitafélagið er karlaklúbbur - hvar menn hittast og sparka tuðru einusinni í viku á ísafirði.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband