Einn elsti aðalfundurinn... þá var öldin önnur.

 

Einn af fyrstu ef ekki sá fyrsti  aðalfundur  sem haldinn var undir stjórn Páll Hólm sem þá var setur formaður var haldinn í nýuppgerðu kúabúi Jóns Sigurpálssonar í Tungudal.Þar voru mættir heil hópur merkra manna í bæjarfélaginu allt frá prestum upp í forseta bæjarstjórnar og niður í sendla.

Á þessum tíma var leynd kreppa yfir samfélaginu sem engin tók eftir ,en svo mikill var hún samt að setur formaður  sem var mikill hófdrykkjumaður og hafði því sparað áfengið og átti þó nokkurn lager heima.þótti það þjóðráð eftir eina eða tvær umræður að hann sækti veigarnar til að taka þær út,og var sá gjörningur framkvæmdur.

Gerðust nú menn ansi drukknir svo meira sé ekki sagt,en sumir meira en aðrir.Kastaði  tólfolum þegar Jón fór að sýna mönnum hvernig ætti að þrífa Hornstrandapanel  með grænsápu var vart hægt að sjá í þeirri uppákomu á hvoru væri meiri sápa,gólfinu eða honum.

Í því hringir síminn,einn af þessum svörtu af gamla skólanum og þar sem húsráðandi var vís fjarriöllum raunveruleika  svaraði Páll.Hinum megin við símtólið heyrðist kvenmannsrödd  sem spurði  hver þar væri sem svaraði?Vildi þá Páll vita hver þar væri á móti?Spurði þá manneskjan á hinni límunni.Hvort þetta væri ekki á Skógarbraut 1.Nei,svaraði páll.“Þetta er í fjósinu hjá honum Jóni

Og hann er að hreinsa flórinn og má ekki vera af því að tala við þig“Svo skellti Páll á.

Síðan er liðin tuttugu ár og Jón hefur alltaf þurft allan þann tíma að fara út með ruslið,og aldrei fengið að ráða hverjum hann bíður heim til sín…..

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Feitafélagið er karlaklúbbur - hvar menn hittast og sparka tuðru einusinni í viku á ísafirði.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband