Fékk bjartsýnisverðlaun Feitafélagsins

fridrikverdlaun.jpgFriðrik Jóhannsson, skipstjóri, leiðsögumaður, ferðaþjónustubóndi og staðarhaldari að Sútarabúðum í Grunnavík fékk bjartsýnisverðlaun Feitafélagsins fyrir árið 2008. Fyrir vikið hlaut hann tvo fimmeyringa frá árinu 1946. Að því er fram kemur í tilkynningu frá Feitafélaginu hlýtur Friðrik verðlaunin fyrir óbilgjarna trú á Vestfjörðum, veiðum og ferðamennsku, á lífinu sjálfu og samferðafólkinu. „Ef fleiri væru eins og Friðrik væri íslenska þjóðin ekki í þessum vanda.“ Feitafélagið, sem er karlaklúbbur á Ísafirði, afhenti Friðriki verðlaunin í gær.

Feitafélagið hafði þetta um Friðrik að segja: Friðrik fæddist í Tangagötu 23 á Ísafirði einhvern tímann á síðustu öld, líklegast á fyrri hluta aldarinnar þó margt sé óljóst um það enda á óræðum aldri. Síðar varð fæðingarstaðurinn gerður að salerni í Tangagötunni og segja má því að minningin um Friðrik hjálpi heimilisgestum í baráttunni við harðlífi í fleiri en einum skilningi. Friðrik hefur um áratuga skeið sótt sjóinn – tekið þátt í lífsbaráttu Vestfirðinga og verið sínu svæði og þjóðinni allri til sóma.

Friðrik hefur á einkar skemmtilegan hátt sýnt að áræði og hugmyndaflug fleytir manni langt og er skipið Ramóna dæmi um slíkt. Fullyrða má að ekkert núlifandi skip tekur eins örum breytingum og Ramóna – sem þjónar ýmist sem fiskiskip, ferðaþjónustuskip eða rannsóknaskip – allt eftir vilja og skapi skipstjórans. Ef ekki væri fyrir hinn einkennandi lit skipsins myndi Friðrik líklegast aldrei muna útlit þess – svo mikið kamelljón er Ramónan.“

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Feitafélagið er karlaklúbbur - hvar menn hittast og sparka tuðru einusinni í viku á ísafirði.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband