1.6.2009 | 14:01
Fékk bjartsýnisverðlaun Feitafélagsins

Feitafélagið hafði þetta um Friðrik að segja: Friðrik fæddist í Tangagötu 23 á Ísafirði einhvern tímann á síðustu öld, líklegast á fyrri hluta aldarinnar þó margt sé óljóst um það enda á óræðum aldri. Síðar varð fæðingarstaðurinn gerður að salerni í Tangagötunni og segja má því að minningin um Friðrik hjálpi heimilisgestum í baráttunni við harðlífi í fleiri en einum skilningi. Friðrik hefur um áratuga skeið sótt sjóinn tekið þátt í lífsbaráttu Vestfirðinga og verið sínu svæði og þjóðinni allri til sóma.
Friðrik hefur á einkar skemmtilegan hátt sýnt að áræði og hugmyndaflug fleytir manni langt og er skipið Ramóna dæmi um slíkt. Fullyrða má að ekkert núlifandi skip tekur eins örum breytingum og Ramóna sem þjónar ýmist sem fiskiskip, ferðaþjónustuskip eða rannsóknaskip allt eftir vilja og skapi skipstjórans. Ef ekki væri fyrir hinn einkennandi lit skipsins myndi Friðrik líklegast aldrei muna útlit þess svo mikið kamelljón er Ramónan.
Nýjustu færslur
- 9.10.2012 Aðalfundur feitafélagsins 2012.
- 18.9.2012 fyrir sjóndapra.feitir 2012 án sumra
- 18.9.2012 Haust byrjun 2012
- 8.9.2012 Nýtt tímabil 2012-2013
- 19.3.2012 Guðjónsmót haldið á Þingeyri 17 Mars 2012
- 12.2.2012 Hamhleypurnar þrjár...............
- 12.2.2012 Bjartsýnisverðlaun F.C.Feitafélagsins 2012
- 11.12.2011 Úr ljóflokknum"Vakir valdir vaskir menn"
- 31.10.2011 Það er að hjarna yfir.
Tenglar
Mínir tenglar
- FÓTBOLTI GÓÐUR..BETRI..BESTUR
- SÆLKERAMATUR NAMMI..NAMMI..NAM
- VÍNKLÚBBURINN. Hann elskaði þilför hann þórður......
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.