Dæmisögur úr handraðanum..Tuðruspark.

Lesendur eru beðnir velvirðingar ef  sumar setningar eru torskildar og munn ég útskýra þær jafnóðum á Íslensku eins vel og ég get.

 3324314.jpg

Á sjómannadaginn 1903.Eða (Sjumanneskedage)eins og hann hét þá upp á dönsku stóð afi minn heil og lifandi fyrir þeim merkilega atburði á Tálknafirði að heyja tuðruspark við nokkra lítið siglda sjóara frá Englandi sem höfðu lagst fyrir utan í vari fyrir vestan bábilju.

Danska orðið yfir daginn var vegna þess að það þótti fínt að tala dönsku á Sunnudögum,en Sjumanneskedagen bar einmitt upp á Sunnudag eins og hann gerir í dag en með íslenskri þýðingu.

Þannig var kvöldið áður að nokkrir duggarar skriðu á land í leit að kvenfólki eins og gerist og gangur  með kvenmannslausa sjóara. Skipti það engum togum að þeir komust að því fullsaddir að íslenskt kvenfólk gekk ekki undir duggara fyrir rauðvín,grænsápu,eða sjóarakex.

Reindar hafði einn meðferðis fallegt veggteppi,og Gula á reitnum ekkja til margra ára aumkvaði sig yfir teppaeigandann og hélt eftir veggteppinu þegar hann yfirgaf hana úr moldarhaugnum vestan við innstu hús bæjarins. En afi var með augun allstaðar og kom auga á kauða þar sem hann kom ánægður rölti niður á kambinn raulandi,og þetta raul að mati afa kom upp um sökudólginn, gerði hann sig lítið fyrir og barði sjóaran í götuna með planka einum góðum,planki þessi var í eigu Þórleifs beykis, Þorleifur kom út er hann heyrði emjið í liggjandi sjóaranum,en höggið sem afa gaf honum gerði það að verkum að það kom brestur í plankann. Þorleifur varð illur við þá sjón og sparkaði í sjóaran dró af honum stígvélin ,mátaði þau og þar sem þau pössuðu gekk hann í þeim inn til sín. Þá kom þar að fleira fólk og áður en stundafjórðungur var liðinn lá sjóarin í Adamsklæðum einum liggjandi og emjandi á Ensku.

En það er allt öðru vísi tjáning heldur en afi þekkti þannig að hann vorkenndi kauða ekki neit enda óskiljanlegt. Svo þurfti Bergóra brúna að koma .Hún hafði fátt að segja um faðernið,og þótt gigtin væri að þjaka hana gerði hún sig lítið fyrir og sparkaði í sköflunginn á honum. Mannfýlan gat bara ekki sagt stakt orð í Íslensku .  Þegar leið á og sá Enski ætlaði sér ekkert að standa upp til að verja sig,en það hafði afi sem mottó að leifa mönnum að standa upp áður en handalögmálin héldu áfram  fór honum að leiðast þófið,greip hann því í lubbann á kauða og tókst með erfiðismunum að koma honum niður á kambinn. Í fjörunni biðu þrír félagar hans óttaslegnir upp yfir höfuð en  þóttu það gott að sjá félagann,klöppuðu afa í bak og fyrir bentu síðan upp í loftið og gerðu hring og spörkuðu út fótunum. Afi skildi fyrr en skal í tönnum að þeir vildu koma á morgun og  glíma við heimamenn. Hann rykkti í buxnastrenginn beggja vegna og ylgdi sig allan fram í Tjaldanna,þeir hristu hausinn og tóku upp stein og  spörkuðu honum út á sjó.

Og afi vissi fyrr en skal í tönnum í annað sinn. Þeir vildu koma í grjótkast á morgun. Hann reif upp stórt grjót með báðum höndum og fleygði því illilega út á sjóinn .Enn hristu þeir hausinn. Tveir fóru upp á kambinn með steinn og byrjuðu að keppa um hvor þeir héldi honum lengur. Afa leyst ekkert á þetta en skildi þó í þriðja sinn fyrr en skal í tönnum ,að þeir vildu koma á morgun og  spila einhvern heimaleik sem þeir kunnu,en þeir skildu ekki verða kápa úr því klæðinu,komi þeir bara. Þeir tóku upp steininn gengu með hann til afa köstuðu honum frá sér fyrir framan hann ,gerðu hring með puttanum krepptu þá síðan og blésu í endann,bentu á hann og þorpið,

 og þá   Skulu tennurnar á afa endanlega saman ,þeir vildu búa til belg til að sparka í á morgun. Þeir bentu á sig og  endurtóku leikinn og hristu hausinn og bentu síðan á afa.  Hann átti semsagt að skafa höfuðstóran belg fyrir morgundaginn  og spila með ásamt heimamönnum á móti þeim. Til að undirstrika þetta allt saman réttu þeir að honum brjótastóra rauðvínstunnu,sem afa var búinn að klára áður en gefendurnir voru komnir með þann nakta um borð.

Ekki höfðu Engilsaxarnir tuðru né mörlandinn,en afi minn hafði margan HILDINN háð og farið á honum rauð eitthvað suður á bæi,svo honum kom strax gott ráð í hug. Lóa hafði þurft gamalli belju þarna um morguninn og vakti nú afi slátrarann sem svaf á sín grænu eyru í nærbusum af hinum ólánsama  sjóara, falaðist afi eftir júgravömbinni úr kúnni,ekki vildi slátrarinn gefa eftir vömbina þannig að hann fór niður í fjöruborð og öskraði út í skútuna til þeirra Engilsaxensku .”Ali bate rí,fransý,bicví,brennivín”.Koppur var setur á flot  og honum siglt til lands og afa afhent enn einn brjótastór tunna með vökva í. Á leiðinni upp eftir aftur til slátrarans tók hann tappann úr og þefaði af innihaldinu  skipti þar engum togum að  munnurinn máti sín lítils gagnvart viljanum og teygaði hann stórum,teygaði hann svo stórum að þegar til slátrarans kom tókst afa að hafa vöruskipti á tómu tunnunni sem slátrarinn notaði undir blóð og júravömbinni. Saumaði hann nú saman vömbina en þegar því laug og hún snerti jörðinni voru hreyfingarnar frekar skrykkjóttar því júgrin stóðu en úti úr belgnum ,.En duga skal það sem hendi er næst  þá leikur er hafinn.

Þeir á Duggunni komu í land um miðaftan daginn eftir allir í sínu fínasta pússi sem voru vaðmálsföt,en það nafn báru þau því það var hægt að vaða í þeim.

Afi minn var hinn rólegasti þarna sem hann stóð í lambhaganum og beið eftir innrásaliðinu. Hann var í svörtum klofstigvélum úr leðri sem honum hafði áskotnast frá föður sínum sem hefði eignast þau úr strandi á Rauðasandi ,og seldi hann það ekki dýrara en hann keypti að þau hefðu verið í eigu Eggerts Ólafssonar sem fórst með manni og mús á Breiðafirði.

Það var því ekkert skrýtið að þau væru orðin lúin og vildu síga ,hafði hann þau því bundin upp með selskinsólum svo þau mundu tolla. Olíuborna kápu bar hann flasandi  í vestan innlögninni og var hún hið mesta þing,það brást nefnilega aldrei ,að altaf þegar aðrir voru vart með þurran þráð eftir rigningu var hann með þann þurra og hafði honum oftsinnis verið falboðið góð vöruskipti fyrir hana sem aldrei hafði hann þvegið.. Á höfðu hafði hann síðan einkennismerki sitt það er að segja “Prússakolluna”sína.´

Með honum í liði voru þeir Sindri síheppni,Olli súri,Fiffi fljótfærni,og Gummi Gum,það var nefnilega annar í þorpinu sem hét Gummi,og bar tölustafinn 1 í viðurnefninu.

Tjaldarnir en það voru Þeir ensku oft kallaðir,mættu semsagt þarna til að spila við mörlandann

Voru þeir allir vatnsgreiddir út í annað,en það höfðu þeir innfæddu ekki gert í nokkrar aldir,nema helst konur áður en þær giftust ,til að fá gljáa í hárið setu þær kúahland í það og greiddu svo stíft aftan hægri.

Bjartur Prússakolla afi minn var rauðhærður eins og skrattinn í sauðlæknum,og svo úfið var hárið og flækt að lýsnar flúðu þegar þær sáu kauða.

Tjallarnir  voru í einu sem Mörlandinn hafði aðeins heyrt sögur af en aldrei séð fyrr en núna,þetta voru gúmmístígvél,sagt var að í þeim gætu menn sigrað hvaða vilpu sem væri án þess að fá kvefskít eða þaðan af vera.

Já,þarna stóð þetta ófríða og um leið óárennilega föruneyti afa og á móti þeim vaðmálsklæddir,vel greiddir Tjallar í gúmmístígvélum sem mörlandinn öfundaði og vildi eignast. Og afi var ekki gefinn fyrir mas og vildi láta verkin tala. Hann óð því að næsta

Tjalla reif hann úr stígvélunum og hélt þeim á lofti með þeim orðum að ef heimamenn ynnu fengju þeir fótabúnað Tjallanna en ef  þeir fyrrnefndu færu halloka fengju þeir síðarnefndu að sænga með heimsætunum .Afi vissi það strax frá byrjun að það mundi gera hvern mann gráhærðan að reina að útskýra á kurteisan hátt þetta samkomulag,svo hann gekk að Gunnu Stöng sem var nú ekki sú myndalegasta í kaupstaðnum en hafði líkamshluta sem ertu karlkynið .Hann skellti henni á bakið og gerði sér lítið fyrir og féll ofan á hana með miklum

Húrrahrópum  andstæðingana,sem og hann vissi rak Gunna honum vænan kynhest og hefði hann ekki stigið jafnóðum upp hefði hann allt eins fallið í hramma hennar með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Tjallarnir fengu við þetta  skilaboðin beint í æð og setu sig í stellingar tilbúnir til átaka. Hinn venjulegi mörlandi sem vart var stiginn út úr moldarkofanum vissi ennþá vart hvað siðfræði var og alls ekki mannasiðir,jafnvel þótt  Danskurinn hefði aðeins fáum áratugum fyrr verið að senda menn á Brimmarhól fyrir bandspottaþjófnað,og drekkt ófrískum konum í ám landsins. Tjallarnir voru hins vegar en heimsveldi þótt þessi skríll sem þarna var væri kannski neðst í stiganum.

Afi  kastaði nú Júgurbelgnum inn á flötina um leið og hann rak upp mikið stríðsöskur  og réðist inn á hana með allan sinn lýð á eftir sér,en Tjallarnir stóðu hreyfingarlausir á sama stað,eins og þeir væru áhorfendur en ekki þátttakendur.

Sá sem virtist fara fyrir þeim mjór væskill,bólugrafinn og virtist ekki hafa farið í bað lengi,það voru skítarákir í andliti hans steig fram og  seti X með höndunum fyrir framan afa,svo seti hann vísifingur upp í loftir og vaggaði honum fram og aftur og gaf með það í skyn að leikurinn væri ekki framkvæmdur svona. Í fátinu sem kom á afa við þetta háttarlag rakk hann upp hrossahlátur og gaf júgurbelgnum vel útilátið spark og hann lenti við fætur væskilsins.

Þær tilfæringar sem komu á eftir getur bæði flokkast undir það að vera menning og siðfræði.

Væskilinn sendi belginn fyrir fæturna á félaga sínum og þegar afi og félagar ætluðu að ráðast til atlögu við þann mann sendi hann belginn frá sér að næsta félaga og hvernig sem afi og hans félagar reyndu náðu þeir aldrei belgnum og gerðust þeir brátt lúnir af öllum þessum hlaupum sínum í kringum Tjallanna.

Svo er sagt í annálum að frá 1903-07.Fæddust einn þau ómyndalegustu   börn í kringum Tálknafjörð sem fæðst höfðu nokkurn tíma frá landnámi,eitt höfðu þau til brunns að bera sem yfirleit fylgdi ekki þeim kynslóðum sem undan voru gegnar og það var stórir fætur og gríðarlega stór nef höfðu mættir menn á orði að hefði hann Bjartur Prússakolla haldið kjafti hérna um árið og vitjað sinn vitjunartíma ættu suðurfirðir Vestfjarða myndarlegt fólk en ekki forljót eins og það er í dag. Já hann var dýrkeyptur fótboltinn sá.  

   

 

 

 

Í kvæðaflokk mínum “Leggur upp laupana” kemur fram í 104 vísu orðið “leggur”

fóturinn milli hnés og ökkla (framanverður)

Leggur er eitt mikilvægasta beinið í líkamanum þegar kemur að knattspyrnu,

án hans værum við alltaf á stúffunum og þegar maður er komin á stúffana,þá er maður orðin hið mesta skar,en skar var í mæltu máli hér á öldum áður orð yfir fólk sem var í megrun og gat ekki annað.

 

Í knattspyrnu nú kárna gaman

heyrist óp og líka tjáning til að kvarta

Þegar hné og hreyfing fara ekki saman.

Og skilja eftir aðra líkamsparta

 

Formaðurinn lifi.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Feitafélagið er karlaklúbbur - hvar menn hittast og sparka tuðru einusinni í viku á ísafirði.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband