mennirnir læra það sem fyrir þeim er haft.....

400_F_13645200_O21uUZsOytwKzuXmv44BSvD2zSC1gagv  

Hann langafi minn í móðurlegg,var hinn mesti gikkur,ekki í þeirri orðmerkingu að vera matargikkur,heldur hitt að hann taldist vera hinn besti byssugikkur,svo mikill byssugikkur taldist hann að hann fékk umsögn í landspóstinum 1893.347 tölublaði.Þar kom eftirfarandi fram í æsilegustu frásögn greinarinnar.

"Hólkur þessi var í stærra lagi og lagði skotmaður mosaþúfu við öxlina til að draga úr höggi hans þegar hleypt var af.Strigapoki var vafinn um hlaupið til að minnka hávaða,en einn slíkur hafði eitt sinn,fælt upp fugl úr öllum Breiðafirði,og gömul kona í Ytriey fékk slíkan hiksta að hann entist í tvo sólarhringa.Var því mönnum ráðlagt í kring að setja hrossatað eða annan skýt í eyrun.Slíkur var þessi gripur að það þurfti tvær hendur til að spenna upp kveikjulásinn og tvo fingur til að taka í gikkinn.Allar þessar tilfæringar kröfðust þess að notandinn varð að liggja á hreinum 360 gráðum sléttum balla,og drekka stíft til að róa taugarnar og fá styrkingu áður en hleypt var af.Þegar hleypt var svo af byssunni að trétunnu sem var í átthundruð metra fjarlægð var um að ræða splunkunýja Sænska síldartunnu með járngjörðum.Í fyrstu splundraðist tunnan,því næst snérist skotmaðurinn níutíugráður,svo rigndi yfir áhorfendur og hesta tréflísum og átti allir þar fótum sínum fjör að launa nema tólfvetra hryssa sem náði ekki sprettinum nógu snökt og féll dauð niður við það sama.“

Svo var sagt í neðstu málsgrein sömu frásagnar. „Þótti undrum sæta hversu vel eigandi þessa hólkar gat teygt upp hálsinn án þess að hreyfa búkinn við að innbyrgða vökvann."

Af frásögnum af fyrri tíma  atlögum með þennan hólk var hægt að geta þess að menn fóru níutíu gráður  og allt upp í þrjúhundruð og sextíu gráður við notkun hans.Var langafi tíundi eigandinn og höfðu fimm af fyrrverandi eigendum látið í minnipokann gagnvart höggum hólksins og sagt er en ekki logið að rekja mætti þar fimm jarðafarir beinlínis vegna hans.

Og er fræg sagan þegar Kormákur á litlabæ var að hreinsa hólkinn í útihúsinu,hljóp þá úr byssunni og hrundu útihúsin yfir Kormák er lét þar lífið en 4 beljur og 32 kindur drápust.Vildi lengi vel engin kaupa hólkinn af ekkjunni og seldist hann ekki fyrr en Jörundur Hundadagakonungur reið um héraðið en þá keypti óðalsbóndinn á stórabæ gripinn til að verjast ensku óværunni eins og Jörundur var kallaður.Lét hann hlaða vegg einn mikinn og seti hólkinn þar ofan á .Þegar hleypt var af hólknum svo seint og síðar meir,tók hann grjótgarðinn með sér niður og grófst þar óðalsbóndinn með og allt hans hyski,það er að segja hann,kona hans og vinnumaðurinn á bænum sem að öllum var talinn fábjáni.

Það er skemmst frá því að segja að fáeinum árum seina átti Danskur sjóliðsforingi leið fram hjá bænum hans afa og sá þá hólkinn út á hlaði.Með aðstoð túlks sem var með í för kom sannleikurinn í ljós með þennan hólk,því sjóliðsforinginn spurði afa hvað hann væri að gera við þessa fallbyssu þarna á hlaðinu.Afi klóraði sér í hausnum en sjóliðsforinginn gerði fallbyssuna upptæka þar sem slíkt verkfæri væri einungis notað í stríði,og ætlaði hann að byggja undir hana statíf og hjól og setja hann á kambinn á Bessastöðum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Feitafélagið er karlaklúbbur - hvar menn hittast og sparka tuðru einusinni í viku á ísafirði.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband