Sunnudagurinn 13 des 09

Formaðurinn kom á æfingu og tók út liðið.Það er mjög gott að geta svona heilan tíma tekið út menn og ástand þeirra.Ég punkta eftirfarandi hjá mér.

Jói er en við sinn keip ,járnkallinn sem heldur utan um slakt lið sitt.Gaui Andersen afsakar sig  í lélegu úthaldi að hann sé ekki með nógu góð gleraugu,og því missir hann alltaf boltann eða þá gleraugun.Hann minnir mig svolítið á Heimir Tryggva,það er að segja gerir ótrúlegustu mörk  þegar síst skildi og allveg upp úr þurru.Eggert Stefáns  var eiginlega ekki hann sjálfur í dag,hann sem er vanur að vera svo óútreiknanlegurvar allt í einu orðin útreiknanlegur í tíma og ótíma,náði aðeins einu sinni á þessum klukkutíma  að sýna gamla takta.Siggi Péturs.Er orðinn forhertari sem ég held að sé hans eðli miðað við þær aðstæður að vera með svona lélega meðspilara,svo er hann  klárlega byrjaður að skjóta boltanum upp í rjáfur og feta þannig í fótspor Gísla Jóns H.Rúnar Eyjólfsson  breytist ekkert.Hann er svo hversdagslegur  að þótt himinn og jörð færust mundi hann halda áfram uppteknum hætti,bæði í vörn og sókn.

 Ég hef mikið hugsað eftir þessa æfingu eftir að hafa séð samspil hins hópsins,þeirra.Massa,Gumma,Alberts og Jóns Sigurpáls.Er bara ekki tími til kominn að skora aftur á „Súna“liðið sem rúllaði okkur upp í fyrra með tilheyrandi niðurlægingu.Það var hrein unun á að horfa,hver þríhyrningurinn gekk upp af öðrum.Hver snilldarsendingin  af annarri sá dagsins ljós.Skala tríó,trekk  í trekk.Leikræn tilbrigði með baksendingum í vonlausri stöðu en gekk þó alltaf upp.Dásamlegar sendingar í öllum regnbogans litum.Hefði ég verið með búnað til að búa til viðurkenningarskjöl hefðu þeir fengið þau þarna á staðnum.

Ég set inn nokkra  stubba myndir sem ég tók,sem sýnir skólabókardæmi um frábæra hnattspyrnu þessara umræddu manna.IMG_0134

 Formaðurinn lifi.  

P.S.Ég var svo ánægður með mína menn að ég setist í fangið á einum svitugum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Feitafélagið er karlaklúbbur - hvar menn hittast og sparka tuðru einusinni í viku á ísafirði.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband