Jólasaga 2009

                                       Jólaskórnir.

 

Gamalt mátæki segir.Ap15_400.jpgllt hefur sinn tilgang,og kemur einhvern tíma fram.  „Eitthvað ofan á brauð“eins og hún Bogga gamla sagði þegar henni var orða vant til að lýsa hlutum þegar hún þurfti þess en gat ekki.Það var nú tildæmis þegar hún var að lýsa því hvernig „Bjartur klukka“komst  inn í Hafnarfjarðarkirkju og hringdi kirkjuklukkum sem óður væri.Augun í henni gallopnuðust þannig að viðstaddir gátu búist við því þá og þegar að ennið gæti gefið sig,munurinn opnaðist eins og þorskur á þurru landi.já,Það tók hana oft langan tíma að koma sér að efninu  því henni var svo mikið niður fyrir, en alltaf byrjuðu eða enduðu setningarnar á svipaðan hátt.“Það væri nú eitthvað ofan á brauð ef hann hefði sprengt  hljóðhimnuna í bæjarbúum“Svo kom smá þögn og svo hneykslis stuna. .“Og það svona á miðjum vinnudegi í ofan á lag.“

Já,Eitt af því sem minnir mig á bernskujólin var Bogga gamla  af því að mamma bauð henni alltaf í mat á aðfangadagskvöld.Hún var einstæðingur,og mamma gleymdi ekki gömlu konunni þegar kom að Jólagjöfunum,þá grét sú gamla af gleði yfir pottaleppum og ullarsokkum, og af því hún var vön þunnum hafravelling eða mauksoðnari ýsu en ekki  þungum mat eins og svínakjöti með purru, lyfti hún alltaf rassinum þegar hún prumpaði til að setja ekki vonda lykt í stofustóllinn hennar mömmu.

Þetta með hann „Bjart klukku“átti heldur betur eftir að hafa sínar afleiðingar.Einhverra orsaka vegna lögðust þessi klukkumál á sinnið hjá kallinum,sem var orðinn elliær, eins og Bogga kallaði það,ný búin að henda út ósýnlega kettinum sem hún átti.“Þessi vitskerti maður er inn á stofnun og ætti að vera bundinn ofan í rúm í stað þess að setja fullt af vösum á úlpuna hans svo hann gæti borið fleiri vasaúr utan á sér“.Hélt Bogga áfram að væla um sötrandi á tíunda kaffibollanum hjá mömmu og augun stóðu á stilkum og ennið komið í stórkostlega hættu og detta aftan á hnakka.“það væri nú eitthvað orðið ofan á brauð þegar hann væri farinn að rogast með klukkuverkið úr Hafnarfjarðarkirkju á milli bæjarenda.“

Lalli í Lallabúð.Mikill húmoristi sagði, og stökk ekki einu sinni bros.“Það væri ekkert skrýtið að honum Bjarti hefði verið misboðið.Klukkan á kirkjuturninum hefði verið tveim mínútum of sein“.

Séra Garðar,þessi virðulegi og alvörugefni prestur með þær stærstu og loðnustu augnabrýr sem ég hef nokkurn tíma séð,og gerði mann dauðskelkaðan seti hann í þær.Sá var farinn að sjást valhoppa í kringum kirkjuna í tíma og ótíma,og sagt var að hann hefði stuggað við Gunna „dó“aðal götusópara bæjarins.Já þvílík lítilvirðing sem blessaðri kirkju hafði verið sýnd kallaði á harða eftirlit.

Ég og Balli bróðir minn vorum þarna um haustið í dansskóla Heiðars Ástvaldssonar ,áttum hvorugur spariföt.hvað þá brúklega skó til dansiðkunar.Höfðum við verið á sokkalistunum á æfingum við litla hrifningu Heiðars.Hvernig áttum við að halda takti í „Óla skans“á móti stelpu í sléttbotnuðum lakkskóm,það var eins og að hleypa saman „þurs og blómálfi“Á þessum tíma var ekkert sjálfgefið hvað hægt var að kaupa,fólk stóð í biðröðum með skömmtunarseðla  til að fá saumnálar, hvað þá annað.Draumurinn var sá að geta dansað á tánum á lakkskóm eins og Heiðar kennari gerði ogátti.

Um miðjan Desember gerði svo mamma sér far með strætisvagni frá Hafnarfirði til Reykjavíkur í þeirri von að geta keypt handa okkur jólaskó.Við bræðurnir biðum niður á stoppistöðinni eftir heimkomu hennar fullir af spenningi hvort henni hefði tekist ætlunarverk sitt,Alla vana voru strætisvagnarnir orðnir fjórir áður en móðir okkar birtist,dauðþreytt eftir að hafa staðið í biðröð fyrir utan skóbúð,og í þetta skipti var lánið með okkur.Ekki bara það að henni tókst að komast yfir skó fyrir okkur bræðurna,heldur  voru þeir lakkskór alveg eins og Heiðar danskennari gekk alltaf í.Það var því hátíð í bæ þegar ég og bróðir minn setum nýju skóna út í glugga,og vorum við samfærðir að þessir nýju skór hlytu að gefa vel af sér þegar Jólasveininn kæmi til að setja í þá.

Í þá daga voru allir gluggar með einföldu gleri þannig að ef frysti mikið á nóttu mynduðust frostrósir á þeim.Ég vaknaði við hlaupin í Balla bróður morguninn eftir þegar hann þursti að glugganum og ætlaði að sækja innihaldið frá Jólasveininum .Fyrst reif hann í sinn skó og allt stóð fast síðan í skóinn minn og þar stóð allt fast líka.Skórnir höfðu frosið fastir við rúðuna.Í miklu fáti reif Balli í báða skóna þannig að stórpartur af hliðum þeirra satt eftir fastur  í glugganum en hann hélt á því sem eftir var. Í ljós kom að skórnir voru úr pappaefni með lakkhúð utan á sér,framleiddir í Tékkaslóvakíu.Nú voru góð ráð dýr.Mamma náði stykkjunum úr glugganum með heitu vatni og reyndi að líma þau á með UHU-lími, en límið gerði ekki annað en að éta upp pappann.Annað hvort urðum við bræðurnir að fara á Jólaballið í Gúttó á sokkaleystunum eða nota skóna sem að heilir voru,í sitt hvorri stærð.Það var allt í lagi mín vegna,nema kannski þegar kæmi að dansinum“Rælli“Þá gæti ég hugsanlega misst stærri skóinn frá mér,en Balli hins vegar fengið sárt í tána ef tekið yrði „polki“.Það var því tekið það ráð  að við skiptumst á að vera inn í danssalnum til að dansa með þetta eina par.

Balli bróðir byrjaði,eftir að við höfðum remst mikið á klósetinu að troða honum í þrengri skóna sem tókst og hann haltraði inn í salinn staðráðinn í að taka sporið.Stuttu seina ,Þarna sem ég er í dyragætinni inn í danssalinn bendandi bróður mínum að nú væri komin röðin að mér, skýst inn úr myrkrinu úti presturinn sjálfur,hefði ég ekki vitað betur hefði ég ætlað að þarna væri jólasveininn sjálfur kominn í borgarlegum klæðum.Úfið mikið hvít hár og augnabrýrnar í stíll  vógu alveg upp skeggleysið .Hliðargluggar Góðtemplarahússins stóðu gegnt kirkjunni og þangað flýti presturinn sér,svo þegar hann var búinn að horfa nokkra stund út um gluggann snéri hann sér að mér.Mamma hafði alltaf sagt mér að sá sem ætti að hafa  bestu tenginguna við guð væri presturinn,og ekki færi maður að ljúga að guði.Ég sagði því prestinum alla sólarsöguna,og presturinn sagði ekki neitt en var lengi hugsi,svo sagði hann mér að bíða og rauk á dyr,en ég byrjaði aftur að benda bróður mínum að koma því nú væri örugglega komin röðin að mér.

Svo birtist presturinn aftur í dyrunum og hélt á stórum brúnum bréfpoka sem hann rétti hann að mér,og upp úr honum dró ég þá fallegustu spariskó sem ég hefði nokkurn tíma litið.Mér var svo mikið um að ég missti þá á gólfið.Þessa skó mátti ég eiga og þeir voru eins og sniðnir á mig Það var sem dansandinn hlypi í lappirnar á mér,og stúlkurnar flykktust að mér til að fá einn dans. Heiðar sjálfur kom til mín í forundran og spurði hvort ég væri ekki til í að sýna dans upp á Sólvangi daginn eftir.

Og þannig leiddu þessir dansskór til þess  að reitir okkar Bjartar lágu saman .og þegar ég tók „Óla skans“ hló kallinn í fyrsta sinn í mörg ár,og þegar ég fór var mun meiri hamingja innan veggja þessarar stofunnar og sannaði .Að allt hefur sinn tilgang  og kemur einhvern tíma fram.

Gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Páll Hólm.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Feitafélagið er karlaklúbbur - hvar menn hittast og sparka tuðru einusinni í viku á ísafirði.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband