bjartsýnisverðlaun 2007
EYRARKLÁFUR EHF. Erindi flutt við stofnun Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í Edinborgarhúsinu á Ísafirði 1. ágúst 2007. Flytjandi: Úlfar Ágústsson Starfandi stjórnarformaður. Góðan dag góðir gestir og velkomin til Ísafjarðar. Verkefnið sem ég ætla að kynna er að byggja og reka kapalferju í hlíð Eyrarfjalls við Ísafjörð. Áætlað er að neðri endi ferjunnar verði neðst í Stórurð eða öðrum hvorum megin við hana. Ferjan liggi svo upp í skarðið ofan Stórurðar og þaðan áfram á efstu brún Eyrarfjalls í u.þ.b. 752 m hæð Kannaðar hafa verið aðstæður af sérfræðingi frá Doppelmayer fyrirtækinu í Austurríki og sér hann enga tæknilega meinbugi á að reisa mannvirkið. Hugmyndir hafa verið reifaðar um að byggja stórt hótel á Gleiðarhjalla, en þær framkvæmdir yrðu væntanlega á ábyrgð þeirra aðila sem um það eru að fjalla. Við hönnun mannvirkisins þarf þó að taka tillit til hvort um almenna túristaferju er að ræða eða samgöngumannvirki við heilsárs byggð á fjallinu. Þannig háttar til að engu ökutæki er fært á fjallið og yrðu því öll aðföng að fara fram með þyrlu eða með bráðabyrgða ferju. Áætluð brautarlengd er um 1270 m. og hæðarmunur 660 m. Gert er ráð fyrir flutningsgetu upp á 500 manns á tímann í 16 vögnum hver með 6 farþegum. Orkuþörf er áætluð um 250 KW. Áætlaður kostnaður við frum athugun er um 450 milljónir króna. Athuganir sýna að flutningur fólks til hárra útsýnisstaða er víða í heiminum mikil tekjulind. Má benda á að í ýmsum borgum eru biðraðir við slík mannvirki að jafnaði þau lengstu í viðkomandi borg. Má þar nefna Eiffelturninn í París London Eye, Sykurtoppinn og Kristslíkneskið í Ríó og Flöjebanen í Bergen. Víða í Ölpunum eru skíðalyftur notaðar í þessum tilgangi yfir sumarið meðgóðum árangri. Áætlað er að tekjur verði helstar af ferðamönnum og er því reksturinn ekki háður því hvernig íbúaþróun verður á Ísafirði eða Vestfjörðum almennt. Allar rannsóknir sýna að ferðamannastraumur eykst nú mjög til Vestfjarða, en mestur er fjöldin ferðamanna sem koma með skemmtiferðaskipum, sem koma nær eingöngu til Ísafjarðar. Fjöldi þeirra sem koma hingað í sumar með skemmtiferðaskipum er um 20.000 og hefur með jöfnum stíganda tífaldast frá árinu 2003. Helstu aðdráttaráhrif kapalferjunnar á þessum stað, er stórkostlegt útsýni af fjallinu yfir Skutulsfjörð og Hnífsdal og sýn norður í Jökulfirði, inn yfir Djúp og á hinn óvenjulega flata fjallakrans efst á öllum nágrannafjöllum. Auk almennra túrista er líklegt að náttúruvísindamenn hafi áhuga á að komast þarna upp. Möguleikar opnast fyrir ,,Exstreeme “ skíðamennsku þegar snjór er í giljum og ,,Paragliders” geta alltaf verið vind meginn hvernig sem viðrar. Þá yrðu þarna kjörnar aðstæður fyrir klifurmenn. Áætlað er að 8-10 menn vinni við ferjuna og 3-4 við veitinga og minjagripasölu auk fjölda manna ef að byggingu hótelsins yrði.
Bætt í albúm: 27.1.2009
Athugasemdir
Engar athugasemdir hafa enn verið skráðar um þessa færslu.