Nýtt tímabil 2012-2013

Góðir félagar.

 

Eins og félagsmenn vita þá hefur formaðurinn verið á orrustuvelinum nú í rúmt hálft ár,með öllum þeim skakavöldum sem hægt er að upplifa á þeim vetfangi.

Þar á bæ má nefna hormónalyf ,sem lætur líkamann svitna eins og konu á breytingaskeiði,

Tilfinningaleg augnablik yfir móðursjúkum kerlingamyndum með vasaklútum og öðru væmnu tilheyrandi,röddin er komin aftur í mútur ,og þú stendur þig af því að setja stút á muninn við að sjá ljótar gardínur í húsum á Sunnudagsrúntinum,svo heyrir út yfir alla þjófabálka þegar þú í líkamsræktinni byrjar að „Laktosa“í stað þess að svitna á pungnum.

Það var því mér mikil létir þegar ég fór í rannsókn í gær og fékk þann útskurð að krabbinn sem hefur haldið utan í hreðjarnar á mér sé steinsofnaður,meira að segja svo vel sofnaður að ég get hætt að taka hormónalyfin og þarf ekki að láta geisla mig upp í hvorugkyn eða eitthvað þaðan af verra.Sem sagt það er búið að gefa mér annað tækifæri til að upplifa þetta dásamlega líf sem lifið er.

Hormónameðferð á blöðruhálskirtli. 

Viðutan geng fram að gnípu,

vakna við þessa krabba týpu,

ofan í gjá,rís upp og sjá.

Ég er komin með snípu,

Inntökum töflum á.

 

 

Þá er sá tími upprunninn að æfingatímabilið er að hefjast.

       Nokkur atriði sem þarf að skoða svona í byrjun.

 

Get ég verið með í byrjun vegna eftirverkanna?

Ég er byrjaður að hlusta aftur á Eyvöru Páls,nýja platan hennar er meiriháttar,hún er reyndar búin að festa ráð sitt með honum.Þrándi í götu.Svo við verðum að skoða það á næsta aðalfundi hvort hún sé lengur verð sem verndari félagsins.

Geri ég mér grein fyrir hverjir eigi að fá verðlaun á næsta aðalfundi vegna mikillar inntöku lyfja.Til glöggvunar þá hef ég sent Halldór Antonsson suður til að kaupa verðlaunagripi,reyndar er ég ekki búin að athuga með Flóðhestaspyrnubikarinn hjá prestinum,en ég held að hann sé þar í góðum höndum.Presturinn er nefnilega svo mikill sénsilmaður sem ekki er hægt að segja um suma,að hann færi aldrei í fylleríi að kasta bikarnum í veggi.Þið sjáið á þessum skrifum að ég er allur að koma til farinn að rífa kjaft þannig að ég hlít að geta sparkað bolta svona einu sinni í viku.

Hverjir ætla að vera með og hverjir ekki?

Það skeði ansi oft í fyrra að við voru það fáliðaðir að við gátum ekki spilað.Það er afsökunarvert ef menn eru að skreppa suður kannski tvisvar eða þrisvar á vetri eða hafi verið á árshátíð,en ef menn eru ekki með það í huga að þessi klukkustund fjórum sinum í mánuði sé þeim ofviða þá eiga þeir bara að hætta þannig að aðrir geti komist að sem hafa áhuga.Við erum 17 manns og hljótum að geta mætt 10 eða 12 á hverja æfingu.Sú tillaga verður lögð fram að aðalfundi að hafðir verði aukamenn sem hægt verði að kalla í ef það næst ekki í lið.

Eru menn að láta taka af sér félagsgjöld í hverjum mánuði?

Aldrei er sú vísa nógu oft kveðin að menn láti taka af sér félagsgjöldin í banka.

Það er fátt vera en lenda í því yfir sunnudagssteikinni að konan kemst að því að þú skuldir heilt ár hjá feitafélaginu og þurfir nú að borga þá formúu svona á einu bretti.

Bankanúmer er.0156-05-064257.

Hvað segja menn um að byrja annað hvort Sunnudaginn 16 eða-23 september.

Orsökin fyrir þessari flýtimeðferð er sú að við þurfum að undirbúa okkur fyrir keppnisferðina suður.Mér skilst vegna sparnaðar þá verði ekki opið á Sunnudögum á Torfnesi fyrr en í byrjun Október,þannig að ég yrði þá að opna og loka fyrirtækinu.

 

______________________________________________________________________

Sérlegur ráðunautur formannsins til skamms tíma. Guðjón Andersen. Hefur tjáð mér að strákarnir sem kepptu við okkur í vor á Þingeyri bíði spenntir eftir að við komum suður og keppum við þá.

Í umræðunni kom fram að “Wurth”væri með kynningu sem okkur væri boðið á,og þá á föstudagskvöldinu 26 október og spurningin er því hvort ekki væri sniðugt að halda aðalfundinn líka í leiðinni. þá á Laugardagskvöldi eftir leikinn umdaginn.

Eg held að við verðum að fara keyrandi í bæinn,og sameinast um eldsneytis kostnað.

Best væri ef einhver tæki það að sér að leigja svo sem tvær verkalýðs íbúðir þannig að við gætum verið saman og kostnaðurinn fari ekki úr böndunum.Þetta yrði þá 26.október .Við færum heim á Sunnudeginum 28 október.Tímasetningar gætu þó breyst viku til eða frá.

 

Að lokum þetta.

Ég hiti einn félagann á förnum vegi hér um daginn og var hann frekar niðurlútur þegar fundum okkar bar saman,hann sagði fát,horfði á mig eins og þorsk á þurru landi þegar hann gaf sér tíma við að líta upp og glopraði út úr sér.“Ég vildi þín vegna vera með svo góða töng að ég gæti klippið þennan helvítis krabba í sundur“.Ég læddi vinstri hendinni fyrir punginn 0g sagði hughreystandi.Það er nú alveg óþarfi,þeir nota svo fjandi góðar töflur í dag svo svæfa þennan andskota.

Formaðurinn en á lífi.(lifi)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Feitafélagið er karlaklúbbur - hvar menn hittast og sparka tuðru einusinni í viku á ísafirði.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband